Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs
Hlutverk MMF er að standa fyrir og stuðla að eflingu lista- og menningarstarfs. Einnig heldur MMF utan um starfsemi Sláturhússins.

Hafa samband ➤

Vegahúsið
Markmiðið Vegahússins er að bjóða ungu fólki upp á aðstöðu til að koma saman og að gefa því tækifæri til að sinna skapandi starfi í frístundum sínum. Allt ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára er velkomið í Vegahúsið. En að sjálfsögðu tökum við á móti ungu fólki á öllum aldri.

Nánari upplýsingar ➤

Kaffistofan Listamannaíbúð
Í Sláturhúsinu er lítil listamannaíbúð. MMF leigir út íbúðina og getur einnig boðið listamönnum á vegum miðstöðvarinnar að dvelja þar í lengri eða styttri tíma.

Nánari upplýsingar ➤

Sláturhúsið

Sláturhúsið er heimili félagsstarfs ungs fólks, lista og menningar, okkar hlutverk er að reka heimilið á ábyrgan hátt. Hagsmunir Sláturhúsins eru hagsmunir allra.

Heildarhagsmunir lista, skapandi greina og félagsstarfs eru alltaf í fyrirrúmi.

Við erum í samstarfi við okkar samfélag, vinnum með og fyrir fólkið á svæðinu og bjóðum gesti velkomna.

Við ástundum gagnsæ vinnubrögð, vinnum fyrir opnum tjöldum og miðlum upplýsingum þannig að öllum sem starfa í húsinu séu stefna okkar og reglur ljósar.

Í Sláturhúsinu ríkir jafnrétti og umburðarlyndi. Við komum fram af virðingu hvert við annað, starfsfólk, listamenn og gesti.

Við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og gera betur. Við fögnum gagnrýni og erum opin fyrir öllum hugmyndum.

Sláturhúsið Menningarsetur shared Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs's event.

Opið hús í Sláturhúsinu

Laugardaginn 17. febrúar verður opið hús í Sláturhúsinu. Kl. 14:00 verður opnuð ljósmyndasýning þýska ljósmyndarans Heide Schubert í Frystiklefanum og þar á eftir mun gestum boðið að fara um húsið og skoða aðstöðuna en nýverið hefur verið komið upp nýjungum s.s. nýju dansstúdíó, betri og bættri ljósmyndaaðstöðu með myrkrakompu, myndlistarstúdíói, aðstöðu fyrir hlutverkaspilun o.fl. Kl. 16:00 verður heimildamyndin 690 Vopnafjörður eftir Körnu Sigurðardóttur frumsýnd á Austurlandi. Sýningin verður í Frystiklefanum og mun Karna sitja sýninguna og svara fyrirspurnum að henni lokinni. Aðgangseyrir er 1200 og sætaframboð er takmarkað. Miðasala hefst í Sláturhúsinu kl. 14:00.

February 17, 2018 - February 17, 2018