Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs
Hlutverk MMF er að standa fyrir og stuðla að eflingu lista- og menningarstarfs. Einnig heldur MMF utan um starfsemi Sláturhússins.

Hafa samband ➤

Vegahúsið
Markmiðið Vegahússins er að bjóða ungu fólki upp á aðstöðu til að koma saman og að gefa því tækifæri til að sinna skapandi starfi í frístundum sínum. Allt ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára er velkomið í Vegahúsið. En að sjálfsögðu tökum við á móti ungu fólki á öllum aldri.

Nánari upplýsingar ➤

Kaffistofan Listamannaíbúð
Í Sláturhúsinu er lítil listamannaíbúð. MMF leigir út íbúðina og getur einnig boðið listamönnum á vegum miðstöðvarinnar að dvelja þar í lengri eða styttri tíma.

Nánari upplýsingar ➤

Sláturhúsið

Sláturhúsið er heimili félagsstarfs ungs fólks, lista og menningar, okkar hlutverk er að reka heimilið á ábyrgan hátt. Hagsmunir Sláturhúsins eru hagsmunir allra.

Heildarhagsmunir lista, skapandi greina og félagsstarfs eru alltaf í fyrirrúmi.

Við erum í samstarfi við okkar samfélag, vinnum með og fyrir fólkið á svæðinu og bjóðum gesti velkomna.

Við ástundum gagnsæ vinnubrögð, vinnum fyrir opnum tjöldum og miðlum upplýsingum þannig að öllum sem starfa í húsinu séu stefna okkar og reglur ljósar.

Í Sláturhúsinu ríkir jafnrétti og umburðarlyndi. Við komum fram af virðingu hvert við annað, starfsfólk, listamenn og gesti.

Við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og gera betur. Við fögnum gagnrýni og erum opin fyrir öllum hugmyndum.

Sláturhúsið Menningarsetur shared 690 Vopnafjörður's event.

690 Vopnafjörður ferðast um Austurland

690 Vopnafjörður ferðast nú um sýningarhús á Austurlandi. Boðið er uppá 'spurt og svarað' með leikstjóranum, Körnu Sigurðardóttur, eftir allar sýningar. EGILSSTAÐIR: Sláturhúsið - 17. og 24. febrúar kl 16:00 VOPNAFJÖRÐUR: Mikligarður - 18. febrúar kl 17:00 (Frítt inn!) SEYÐISFJÖRÐUR: Herðubreið - 25. febrúar kl 17:00 NESKAUPSTAÐUR: Egilsbúð - 1. mars kl 20:00 ESKIFJÖRÐUR: Valhöll - 4. mars kl: 15:00 Leikstjóri: Karna Sigurðardóttir Myndatökumaður: Sebastian Ziegler Lengd: 60 mín Enskur texti Miðaverð: 1500kr. (1200kr fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja) Posi verður á staðnum. Sveitarfélagið Vopnafjörður býður á sýninguna í Miklagarði. Austur á Vopnafirði eiga 645 manns heima. Í daglegu amstri samfélagsins vofir yfir ógnin af fólksfækkun en hver einstaklingur skiptir miklu máli til að halda voninni um að litla byggðarlagið eigi sér framtíð. Heimildarmyndin 690 Vopnafjörður gefur innsýn í tengsl íbúanna við heimabæinn sinn, sjálfsmyndina sem er samofin firðinum og samfélagsleg áhrif sem heldur fólki heima, eða ber það á önnur mið. - - - English: 690 Vopnafjörður is touring around cinemas in the east! Q&A with the director after every screening. EGILSSTAÐIR: Sláturhúsið - 17. og 24. February kl 16:00 VOPNAFJÖRÐUR: Mikligarður - 18. February kl 17:00 (Free entry) SEYÐISFJÖRÐUR: Herðubreið - 25. February kl 17:00 NESKAUPSTAÐUR: Egilsbúð - 1. March kl 20:00 ESKIFJÖRÐUR: Valhöll - 4. March kl: 15:00 Director: Karna Sigurðardóttir Cinematographer: Sebastian Ziegler Lenght: 60 min English subtitles Tickets: 1500kr. (1200kr. for students, elderly and people with disabilities) Payment by cash or credit card. In the middle of nowhere where most could not even imagine living, the 645 villagers of Vopnafjörður can't think of a better place to call home. Where single individuals carry the responsibility of ensuring and defining the community's future, the fear of depopulation leaves no one freed from the pressure of protecting the existence of their little village. Through testimonies of everyday experiences, the people of Vopnafjörður shares with sincerity how its identity is profoundly linked to the fjord. 690 Vopnafjörður explores the communal tensions that push people to stay or leave a place like Vopnafjörður.

February 17, 2018 - March 04, 2018