Gildi

Gildi

Sláturhúsið er heimili félagsstarfs ungs fólks, lista og menningar, okkar hlutverk er að reka heimilið á ábyrgan hátt. Hagsmunir Sláturhúsins eru hagsmunir allra.

Heildarhagsmunir lista, skapandi greina og félagsstarfs eru alltaf í fyrirrúmi.

Við erum í samstarfi við okkar samfélag, vinnum með og fyrir fólkið á svæðinu og bjóðum gesti velkomna.

Við ástundum gagnsæ vinnubrögð, vinnum fyrir opnum tjöldum og miðlum upplýsingum þannig að öllum sem starfa í húsinu séu stefna okkar og reglur ljósar.

Í Sláturhúsinu ríkir jafnrétti og umburðarlyndi. Við komum fram af virðingu hvert við annað, starfsfólk, listamenn og gesti.

Við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og gera betur. Við fögnum gagnrýni og erum opin fyrir öllum hugmyndum.

Stefna

Að Sláturhúsið vinni sér sess í huga lista– og heimamanna sem upplýsingamiðstöð um listir og heimili grasrótarstarfs í listum á svæðinu, þar sem sköpunarkraftur, fjölbreytileiki, frumleiki og gæði fara saman.

Að Sláturhúsið vinni sér sess í huga ungs fólks á svæðinu sem miðstöð félagsstarfs og þeirra athvarf í öllu félags- og skapandi starfi.

Að öllum aðstandendum Sláturhúsins líði eins og hagsmunir þeirra og Sláturhúsins séu hinir einu og sömu og allir rói í sömu átt.

Að listamönnum í húsinu þyki sjálfsagt að vinna fyrir opnum tjöldum, deila hugmyndum og átti sig á því að styrkur okkar felst í einingu okkar og flæði hugmynda, um leið og næði þeirra til sköpunar er virt.

Að almenningur öðlist aukinn skilning á vinnu listamanna og mikilvægi hennar fyrir samfélagið.

Við tökum þátt í umræðu um listir, félagsstarf og skapandi greinar á upplýsandi og jákvæðan hátt.

Samþykkt á fundi Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs, 16. September, 2015.
Byggt á vinnureglum Tjarnarbíós og Sambands Íslenskra Myndlistamanna.