MMF – Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs er með aðsetur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Forstöðumaður síðan 2015 er Unnar Geir Unnarsson, unnar@egilsstadir.is.
Hlutverk MMF er að standa fyrir og stuðla að eflingu lista- og menningarstarfs.
MMF starfar undir Menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs og heyrir undir Menningarmálanefnd. Stefna MMF kemur fram í Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, Samningi SSA um menningarmál og viðauka og samþykktum Menningarnefndar Fljótdalshéraðs um MMF.