Vegahúsið

Vegahúsið er í Sláturhúsinu Menningarsetri á Egilsstöðum.
Vegahúsið er fyrir ungt fólk á öllum aldri.

MARKMIÐ
Markmiðið með starfsemi Vegahússins er bjóða ungu fólki upp á aðstöðu til að koma saman og að gefa því tækifæri til að sinna skapandi starfi í frístundum sínum. Góð heilsa og vellíðan höfð í fyrirrúmi.
Allt ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára er velkomið í Vegahúsið.
En að sjálfsögðu tökum við á móti ungu fólki á öllum aldri
Vegahúsið er rekið af Fljótsdalshéraði og er liður í forvarnarstarfi Fljótsdalshéraðs.
Það hefur hlotið styrki frá Lýðheilsustöð, þjóðargjöf Norðmanna, frá forsætisráðuneytinu vegna Norræns samstarfs,
Menningarráði Austurlands og Rauða kross Íslands.

Vegahúsið á facebook