Vor / Wiosna

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hefur sett á laggirnar pólsku listahátíðina Vor / Wiosna. Markmið hátíðarinnar er að sýna verk pólskra listamanna sem búsettir eru á Íslandi og stuðla þar með að fjölmenningarlegra listasamfélagi á Íslandi. Einnig koma listamenn frá Póllandi til Íslands til að taka þátt í hátíðinni. Vor / Wiosna var haldin í Sláturhúsinu í fyrsta skipti árið 2020 og stóð yfir í 10 daga þar sem pólskt myndlistar- og tónlistarfólk sýndi list sína. Einnig voru skipulagðir ýmsir hliðarviðburðir, s.s óhefðbundið brúðugerðarnámskeið fyrir ungt fólk, kvikmyndasýningar og samtal um réttindi erlenda verkamanna á Íslandi.

Sýningarstjóri hátíðarinnar er listakonan Wiola Ujazdowska, hér má sjá nánari upplýsingar um hátíðina sem haldin var 2020

Hér má sjá umfjöllum Rúv um hátíðina

Hér er viðtal við Ragnhildi Ásvaldsdóttur, forstöðumann MMF í vefritinu Úr vör

Hér er viðtal við Wiolu Ujazdowska, sýningarstjóra hátíðarinnar á Austurfrétt

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479