Vor / Wiosna

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hefur sett á laggirnar pólsku listahátíðina Vor / Wiosna. Hátíðin leggur sérstaka áherslu á að sýna list og miðla þekkingu pólskra listamanna sem búsettir eru á Íslandi með myndlistarsýningum, tónleikum, leiksýningum,  kvikmyndasýningum, vinnusmiðjum o.fl. Einnig koma listamenn frá Póllandi til Íslands til að taka þátt í hátíðinni. Sýningarstjóri hátíðarinnar er pólska listakonan Wiola Ujazdowska. Hún býr á Íslandi en hefur sýnt verk sín víðsvegar um heiminn, m.a í Bandaríkjunum, Portúgal, Þýskalandi, Póllandi, Slóvakíu og Íslandi. 

Vor / Wiosna var haldin í fyrsta skipti árið 2020 og stóð yfir í 10 daga. Hátíðin lukkaðist mjög vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður í samfélaginu. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar 2020 og hér er dagskrá hátíðarinnar 2021.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á umfjallanir fjölmiðla um Vor / Wiosna:

Umfjöllun  Rúv um hátíðina

Viðtal við Ragnhildi Ásvaldsdóttur, forstöðumann MMF í vefritinu Úr vör

Viðtal við Wiolu Ujazdowska, sýningarstjóra hátíðarinnar á Austurfrétt

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479