Rask - Agnieszka Sosnowska / Ingunn Snædal
IS/EN
Á sýningunni RASK mætast þær Agnieszka Sosnowska ljósmyndari og Ingunn Snædal ljóðskáld. Samspil ljósmynda og ljóða birtist sem vitnisburður um þróun lands og eyðingu. Þessar ólíku listakonur bregðast á næman hátt við list hvor annarrar og því sem þær skynja og upplifa í röskuðu og rofnu umhverfi.
Jarðvegsrof á Austurlandi er víða umtalsvert og óstöðvandi. Í hringiðu rofsins bjóða þær Agnieszka og Ingunn okkur að doka við og skynja núið. Austurland er heimili þeirra, fortíð og framtíð – sögusviðið draga þær upp í myndum og ljóðum.
Agnieszka Sosnowska er fædd í Varsjá en ólst upp í Boston. Hún nam við Massachusetts College of the Arts og Boston University. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd á Listasafni Íslands, Listasafni Akureyrar og Ljósmyndasafni Íslands auk þess sem myndir hennar hafa birst víða á prenti.
Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum og ólst upp á Jökuldal. Ingunn stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands, Háskólann í Galway og Háskóla Íslands. Fyrir ljóðabækur sínar hefur hún hlotið Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og að auki hreppt verðlaun fyrir þýðingar sínar.
Sýningarstjórn Ragnhildur Ásvaldsdóttir & Wiola Ujazdowska
Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024 og er styrkt af Uppbyggingasjóði Austurlands, Launasjóði listamanna og Múlaþingi.
Opnun: 6. júní kl.18:00
Opnunartími : Þri-fös kl. 11:00-16:00 / Lau-sun 13:00-16:00
The exhibition RASK brings together photographer Agnieszka Sosnowska and poet Ingunn Snædal. The interplay of photography and poetry creates a testimony of the development and erosion of land. In highly perceptive ways, these two different artists react to each other’s creations and what they sense and experience in a disturbed, eroded environment.
Many areas of Eastern Iceland are marked by considerable and unstoppable erosion. Surrounded by this erosion, Agnieszka and Ingunn invited us to stop and take in the moment. Eastern Iceland is their home, past and future - a world that they depict in images and words.
Warsaw-born Agnieszka Sosnowska grew up in Boston and studied at the Massachusetts College of the Arts and Boston University. Her works have appeared in various print media as well as at the National Gallery of Iceland, Akureyri Art Museum and the Icelandic Photography Museum, to name a few.
Ingunn Snædal was born in Egilsstaðir and grew up in Jökuldalur. Ingunn studied at the Icelandic College of Teaching, University of Galway and the University of Iceland. Her poetry and translations have received numerous awards.
Curators: Ragnhildur Ásvaldsdóttir & Wiola Ujazdowska
The exhibition is a part of Listahátíð í Reykjavík, and sponsored by Uppbyggingasjodur Austurlands, Icelandic Art Fund and Múlaþing Municipality
Opening: 6 June at 6 pm
Opening hours: Tue-Fri 11 am-4 pm, Sat-Sun 1pm-4pm
Allt sem er, fer
Vinnukonurnar hamast á rúðunni,
það er myrkur úti en inn um gluggann
sérðu ljósið, hlýjuna
og þú situr í bílnum á hlaðinu og ert tíu ára
að bíða eftir pabba þínum
Þetta grjót, þessi auðn, myrkrið
og kuldinn munu fylgja þér alltaf
Landið sitrar inn í holdið og beinin
og verður hluti af genamenginu
erfist milli kynslóða eins og tráma
Skuggadans á veggnum
minningar horfnar í þoku
Allt sem er, fer
nema landið
þú stendur á brúninni og horfir á straumfallið
gusast yfir grjótið á leið til sjávar
eins og fyrir þúsund árum
Á vatninu lendir óðvængja gæs
og rífur landslagið í tvennt
Allt sem er, fer
líka landið
Ekkert er eilíft nema
birtan og fjöllin
og maður þarf ekki að vera Jón Kalman
til að sjá það
Vinnukonurnar djöflast á rúðunni
og strjúka stundina jafnharðan burt
Það er ekki hægt að halda í það sem er farið
Jafnvel svæsnasta íhald og argasta afturhald
ráða ekki við tímann
Allt sem er, fer
eins og rollubændur í Hlíðinni sem geta
ekki meir af vanlaunuðum þrældómi
eins og svartir hrafnar fljúga upp af gaddavírnum
eins og dimmar hugsanir rökkursins hverfa við nýjan morgun
eins og land víkur fyrir framförum
víkur fyrir hugmyndum
fyrir draumum
þar til eini draumurinn
er um ósnortið land
alls staðar á þrotum og í senn
ómetanlegt og
einskis virði
og þegar rignir í lífinu
þegar virkilega harðnar á dalnum
teygirðu fram höndina
strýkur rýra öxl og andvarpar
af létti yfir að eigandi hennar
skuli ekki vera vakandi til að
hrista þig af sér
Við skulum ekki vera væmin
heldur hrjúf og hryssingsleg
eins og landið
ómild og afdráttarlaus
eins og landið
þrautseig og þögul
standa allt af okkur
það er ekkert í kortunum
annað en bjartsýni
eins og lóurnar sem syngja fyrir utan gluggann
klukkan sex á sumarmorgni
eins og óbundið trampólín í íslenskum garði
eins og skáhallt tré sem þráast við í svalri sumargolu
eins og amma
sem gróðursetti tré allt í kringum húsið
og lengst upp í brekkur
og bar vatn á þau í blikkfötu yfir þúfurnar
ávarpaði þau blíðlega
talaði þau upp úr jörðinni með umhyggju og alúð
Löngu eftir að hún dó var fenginn skógarfræðingur
frá Hallormsstað til að grisja trén í garðinum og
þú fékkst kökk í hálsinn þegar þau féllu
og hugsaðir um ömmu með fötuna
Allt sem er, fer
Nema það sem við eigum öll og höfum alltaf átt
Skuggamynd á vegg
Göt í fjalli
Slóð út í buskann
Og birtan
Maður lifandi
Birtan
Leiftrandi á vatninu
Dansandi á öxlunum
Mild á kinnbeinum
Brigðul á brotnu gleri
Birtan í sálinni
sem skuggarnir ná ekki til
Jafn raunveruleg og möl
Jafn óraunveruleg og spegilmynd svans á ísilögðu vatni
Jafn óhöndlanleg og frostrósir á rúðu
Jafn óskiljanleg og augnaráð deyjandi hreindýrs í heiðinni
Birtan
og fjöllin sem taka saman höndum
yfir höfði þér
Grjótenglar á eilífum verði
Ingunn Snædal
That’s the Story of Pete Carroll
Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua. At vero eos et accusam et justo duo dolores et ea rebum. Stet clita kasd gubergren, no sea takimata sanctus est Lorem ipsum dolor sit amet. Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua.
Stet clita kasd gubergren, no sea takimata sanctus est Lorem ipsum dolor sit amet. Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua. At vero eos et accusam et justo duo dolores et ea rebum. Stet clita kasd gubergren, no sea takimata sanctus est Lorem ipsum dolor sit amet. Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua. At vero eos et accusam et justo duo dolores et ea rebum. Stet clita kasd gubergren, no sea takimata sanctus est.
Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua. At vero eos et accusam et justo duo dolores et ea rebum. Stet clita kasd gubergren, no sea takimata sanctus est Lorem ipsum dolor sit amet. Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua.
Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua. At vero eos et accusam et justo duo dolores et ea rebum. Stet clita kasd gubergren, no sea takimata sanctus est Lorem ipsum dolor sit amet. Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua. At vero eos et accusam et justo duo dolores et ea rebum. Stet clita kasd gubergren, no sea takimata sanctus.