Sumarsýningar 2020

14. maí 2020

Sumarsýningar Sláturhússins verða tvær þetta árið, Sumar I og Sumar II. Fyrri sýningin er yfirlitssýning á verkum Ríkharðs Valtingojer grafíklistamanns sem bjó á Stöðvarfirði. Hún opnar 17. júní og stendur til 17. júlí. 

Seinni sýningin er sýningin Land. Það er samsýning sex myndlistamanna sem allir vinna með ljósmyndina sem miðil og land sem mótív. Listamennirnir eru: Daniel Magnússon, Katrín Elvarsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Þórdís Jóhannesdóttir, Vigfús Birgisson og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Sýningin opnar 19. júlí og stendur til 15. september. 

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479