Barnamenningarsjóður 2020

25. maí 2020
Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði fyrir árið 2020 á degi barnsins, 24. maí. 
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í samstarfi við Þjóðleikhúsið fékk styrk uppá 4,6 milljónir fyrir verkefnið Þjóðleik. Þjóðleikur er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og margra grunn- og framhaldsskóla, menningarráða, sveitarfélaga og áhugaleikfélaga á landsbyggðinni. Markmið þess er að efla íslenska leikritun, styrkja leiklistariðkun ungs fólks og auka áhuga þess á leiklist, auk þess sem það styrkir fagþekkingu á leiklist í skólum og hjá áhugaleikfélögum. Verkefnið gengur nú gegnum þróunarferli sem ætlað er að styrkja grundvöll þess til frambúðar og koma samstarfinu við landshlutana í fastari skorður.
 
Að auki fékk Austurbrú í samstarfi við MMF, Skaftfell, Menningarstofu Fjarðabyggðar, Skólaskrifstofu Austurlands, Ungmennaráð Austurlands og List fyrir alla styrk upp á 3,000,000 kr fyrir BRAS 2020. 
BRAS er menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hennar að börn þori að vera þau sjálf og framkvæmi á eigin forsendum. Hátíðin er haldin frá miðjum september fram í október þar sem fram fara litlir sem stórir listviðburðir auk námskeiða og fræðslu á sviði lista og menningar. Yfirskriftin í ár er "Réttur til áhrifa" og byggir á 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
 
Tvö önnur verkefni sem við eigum hlut að fengu einnig styrk og verða á dagskrá okkar 2020-2021
 
Takk fyrir okkur Barnamenningarsjóður!

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479