Sýningaropnanir á 17 júní

22. júní 2020

Á 17. júní síðastliðinn var mikið um að vera í Sláturhúsinu. Dagskráin hófst kl 15:00 með formlegri opnun á Tengsl, yfirlitssýningu á verkum grafíklistamannskins Ríkharðar Valtingojer (1935-2019). Ríkharður var afkastamikill listamaður sem var búsettur á Stöðvarfirði. Hann sýndi verk sín út um allan heim og seldi þau í Gallerí Snærós á Stöðvarfirði sem hann rak með eiginkonu sinni Sólrúnu Friðriksdóttur. Á sýningunni má sjá listaverk frá flestum tímabilum ferils hans. Þ.e akrýlmálverk, litografíur, tréristur og mezzotint verk.

Í beinu framhaldi voru Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs afhent, en þau hlaut Leiklistarfélag Fljótsdalshérað og er vel að þeim komin.

Sýningin Austfirkst fullveldi, sjálfbært fullveldi? opnaði svo á neðri hæð Sláturhússins, en sú sýning er sett upp aftur í tilefni af því að hún var tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna. 

Listakonan Monica Frycova lokaði svo deginum með útgáfuhófi á bókinni sinni “Pure Mobile v.s Dolce Vita”. Bókin er framhald af ferðalagi sem hún fór í, með það að markmiði að fara með íslenskan saltfisk til Portúgal. Hún keyrði með saltfiskinn landleiðina á vespu, frá Seyðisfirði til Portúgal. Hún sýndi einnig vídjó um ferðalagið og bauð uppá borgfirskan saltfisk í tilefni dagsins.

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479