Vor / Wiosna 2021

01. júní 2021

Pólska listahátíðin Vor / Wiosna var haldin í annað sinn í maí síðastliðinn. Hún hófst 14.maí með kvikmyndasýningum í Herðubreið á Seyðisfirði, en þar voru sýndar þrjár stuttmyndir eftir listamennina í  IP GROUP og KRYSTIAN GRZYWACZ. Daginn eftir var hátíðaropnun í Sláturhúsinu, en þar sýndu listamennirnir DOROTA CHYLIŃSKA, MICHAŁ KOWALCZYS, BOJOWNICE, BROKAT FILMS FEAT AGROPAULA og WIOLA UJAZDOWSKA vídjóverk sem voru sýnd áfram. Um kvöldið var tónlistarkonan MILENA GŁOWACKA með tónleika á Tehúsinu. 

Að þessu sinni voru einnig verk til sýnis á opinberum stöðum, en vídjóverk voru sýnd í Nettó, Íslandsbanka og Miðvangi 13  á Egilsstöðum og í Sundlauginni á Eskifirði. Þá voru skúlptúrar eftir GRZEGORZ ŁOZNIKOW til sýnis í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. 

Vegna COVID þurfti að fresta nokkrum viðburðum en þeir fara fram í lok september.

Leikhópurinn PólÍs kemur með leiksýningu helgina 25-26 september og verður hún sýnd í Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þá verður einnig boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir börn á pólsku. Þeir viðburðir verða nánar auglýstir síðar. 

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479