BRAS - Barnamenningarhátíð Austurlands

BRAS, Barnamenningarhátíð Austurlands er menningarhátíð fyrir börn og ungmenni á Austurlandi. Hún hefur verið haldin árlega síðan 2018 og hefur Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs verið þátttakandi í hátíðinni frá upphafi. Hátíðin er skipulögð af stýrihópi BRAS í samstarfi við menningarmiðstöðvarnar þrjár (MMF, MF og Skaftfell), sveitarfélög á Austurlandi, leik- og grunnskóla, Skólaskrifstofu Austurlands og List fyrir alla.  

Tilgangur hátíðarinnar er fyrst og fremst að tryggja aðgang allra barna á Austurlandi að list- og menningarviðburðum óháð kyni, aldri, búsetu, trú eða fjárhag. Einkunnarorð hátíðarinnar eru:  Þora! Vera! Gera! enda eru börn og ungmenni hvött til að standa með sjálfum sér og framkvæma á eigin forsendum.

Undirmarkmið BRAS eru þessi:

a.      Að veita börnum og ungmennum á Austurlandi aukinn aðgang að listnámi og -starfi

b.     Að börn kynnist faglegum aðferðum í listum og fái fjölbreyttar fyrirmyndir á sviði lista

c.      Að hvetja börn til að þora að hvíla í sjálfum sér, skapa og framkvæma á eigin forsendum

d.     Að auka menningarlæsi á Austurlandi

Hátíðin er alltaf haldin í september/október. Nánari upplýsingar um BRAS má finna hér

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479