Skip to main content

Vor / Wiosna 2022

24. maí 2022

Pólska listahátíðin Vor / Wiosna fór fram í þriðja sinn dagana 21.-25.apríl síðastliðinn. Þema hátíðarinnar var hljóð-og myndlist / audio-visuals. Að þesu sinni breyttum við áherslum hátíðarinnar og meira var lagt upp úr vinnustofum og námskeiðum tengdum þemanu. Boðið var upp á námskeið í hefðbundinni tækni slavneskra söngva, tækni sem að oft er nefnd “hvít rödd” eða “opin rödd”. Leiðbeinandi á því námskeiði var Anna Sitko þjóðfræðingur og þjóðlagasöngkona frá Krakow, Póllandi. Námskeiðið var einstaklega vel heppnað og mikil ánægja með það á meðal þáttakenda. Einnig var boðið upp á vinnustofu í stafrænni tónlist þar sem að Benia Beniowska DJ og hljóðlistamaður leiddi þáttakendur í gegnum heima rafrænnar tónlistar, afrakstur námkeiðisins var síðan fluttur á hápunkti hátíðarinnar. Síðast en ekki síst leiddi Adam Switala, aðjúnkt við HÍ og tónlistarmaður, vinnustofu fyrir börn og foreldra í lifandi tónslistarsköpun þar sem að hljóðheimar hinna ýmsu hljóðafæra voru kannaðir og reyndir. Tilraunkennd vinnustofa sem vakti mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni.

Hápunktur hátíðarinnar fór fram í Herðubreið á Seyðisfirði þar sem að rafltónlistar dúóið Mammoth Ulthana steig á svið, Stefan Kornacki sýndi mynd-og hljóðinnsetningu og einnig var sýnt úrval hreyfimynda eftir úkarínskar kvikmyndalistakonur. Síðast en ekki síst var afhjúpað á vegg Herðubreiðar ljóð eftir úkraínsku fjöllistakonuna Olia Fedorova sem hún samdi sérstaklega af þessu tilefni. Ljóðið er hluti af stærri ljóðabálki sem Olia hóf að semja er rússneskar hersveitir réðust inn í heimaland hennar Úkraínu og er myndmálið er sterkt, skáldið kallar með því bölvun yfir innrásarherinn.
Við þökkum öllum sem að sóttu hátíðina og tóku þátt í vinnustofum, Vor / Wiosna hátíðin er orðin fastur liður í dagskrá Sláturhússin og finnst okkur einstaklega gaman að fagna vorkomunni hér með alþjóðlegum vindum.
Takk fyrir okkur / Dziękuję wam wszystkim