BRAS 2022

Sláturhúsið tók að venju þátt í BRAS, Barnamenningarhátíð Austurlands á þessu ári. Síðustu viðburðir þessa árs voru í síðastliðinni viku. Þeir Gunni og Felix mættu til okkar með viðburðinn sinn “Ein stór fjölskylda” og sýndu hann fyrir 5-10 bekk í Egilsstaðaskóla. Þar fór Gunni yfir það hvernig á að skrifa geggjaða sögu og Felix talaði um mismunandi fjölskyldur og fjölbreytt fjölskylduform. Eftir fyrirlestrana svöruðu þeir spurningum og pælingum krakkanna og að því loknu tóku þeir nokkur lög við virkilega góðar undirtektir. Viðburðurinn er á vegum List fyrir alla (www.listfyriralla.is) og fóru þeir inn í grunnskóla á Austurlandi. Þessi eina sýning var þó haldin hér í Sláturhúsinu. 

Á föstudaginn kom Íslenski Dansflokkurinn með barnasýninguna Dagdraumar. Hún var í boði fyrir elstu börn í leikskólum sveitarfélagsins og 1. bekk í grunnskólunum. Verkið býður börnum að ganga inn í heim töfra og ævintýra á sviðinu en það fjallar um unga stúlku sem leggur land undir fót og ferðast um undur veraldar, um skóg og yfir sjó, finnur dýr og ævintýr. Eftir sýninguna fengu börnin öll fallega leikskrá með þrautum og myndum með tengingum í sýninguna og 1. bekkur fór í stutta danssmiðju. 

 

Gunni og Felix
20221011 143026
20221014 100806
20221014 101227
20221014 110949

  • Hits: 142

Opnun Sláturhússins eftir framkæmdir

Fimmtudaginn 22. september  var Sláturhúsið formlega opnað aftur eftir gagngerar endurbætur, innan og utandyra. Dagskráin fór fram í nýjum sviðslistasal hússins, í frystiklefanum á efri hæð, þar sem Lilja Alfreðsdóttir ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp og opnaði húsið formlega. Einnig héldu Björn Ingimarsson bæjarstjóri Múlaþings, Karl Lauritzson formaður byggingarnefndar, Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Ragnhildur Ásvaldsdóttir forstöðumaður Sláturhússins tölu. 

Tónlistaratriði voru frá sönghópnum Austuróp, en þeir Úlfar Trausti Þórðarson og Guðsteinn Fannar Jóhannson sungu einsöng við undirleik Sándor Kerekes. 

Að opnunarathöfn lokinni léku þeir Edgars Rugajs og Birgir Steinn Theodórsson jazztónlist fyrir gesti.

 Mikið fjölmenni var við opnunina og gríðarleg ánægja á meðal gesta með hvernig til hefur tekist með breytingar á húsinu. Arkitekt verkefnisins var Anna María Þórhallsdóttir hjá SNIDDU Arkitektum og Verkráð og Efla  höfðu yfirumsjón með framkvæmdinni. Fjölmörg fyrirtæki og verktakar á Austurlandi komu að verkefninu  og er mikil ánægja með öll þeirra störf. 

 Föstudaginn 23. september var fyrsta leiksýningin sett upp í sviðslistasalnum, en það var sýningin Góðan daginn faggi. Hún var sýnd tvisvar fyrir fullu húsi, fyrst fyrir grunnskólanemendur og um kvöldið var sýning sem var opin almenningi. 

 Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá í haust og hlakkar starfsfólk hússins mikið til að taka á móti fleiri gestum í nýuppgert og glæsilegt hús.

20220921 120101
20220922 174038
20220922 175826
20220922 175843
20220922 175916
20220922 182701
20220922 182737
20220922 183004
20220922 183009
20220923 122734
20220923 124033
20220923 124714
20220923 135731
20220923 135734

  • Hits: 254

Prinsinn í Valaskjálf 19. maí

Þjóðleikhúsið frumsýndi nýverið, í samstarfi við Frystiklefann á Rifi, leikritið Prinsinn eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson. Leikritið er byggt á sönnum atburðum en það fjallar um reynslu Kára sem horfðist í augu við það sautján ára gamall að eiga von á barni. 

Í verkinu kynnumst við manni á fertugsaldri sem bíður í ofvæni eftir því að barn hans komi í heiminn. Eftirvænting og kvíði takast á í huga hans, og atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á hann: 17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst?

Hjartnæmt og fyndið nýtt íslenskt leikrit, sem talar beint til okkar.

 

Alls verður Prinsinn sýndur á sjö stöðum víðs vegar um landið áður en sýningar hefjast í Þjóðleikhúsinu í haust. Sýningin verður í Valaskjálf þann 19. maí. Miðasala er í fullum gangi á leikhusid.is.

  • Hits: 799

Vor / Wiosna 2022

Pólska listahátíðin Vor / Wiosna fór fram í þriðja sinn dagana 21.-25.apríl síðastliðinn. Þema hátíðarinnar var hljóð-og myndlist / audio-visuals. Að þesu sinni breyttum við áherslum hátíðarinnar og meira var lagt upp úr vinnustofum og námskeiðum tengdum þemanu. Boðið var upp á námskeið í hefðbundinni tækni slavneskra söngva, tækni sem að oft er nefnd “hvít rödd” eða “opin rödd”. Leiðbeinandi á því námskeiði var Anna Sitko þjóðfræðingur og þjóðlagasöngkona frá Krakow, Póllandi. Námskeiðið var einstaklega vel heppnað og mikil ánægja með það á meðal þáttakenda. Einnig var boðið upp á vinnustofu í stafrænni tónlist þar sem að Benia Beniowska DJ og hljóðlistamaður leiddi þáttakendur í gegnum heima rafrænnar tónlistar, afrakstur námkeiðisins var síðan fluttur á hápunkti hátíðarinnar. Síðast en ekki síst leiddi Adam Switala, aðjúnkt við HÍ og tónlistarmaður, vinnustofu fyrir börn og foreldra í lifandi tónslistarsköpun þar sem að hljóðheimar hinna ýmsu hljóðafæra voru kannaðir og reyndir. Tilraunkennd vinnustofa sem vakti mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni.

Hápunktur hátíðarinnar fór fram í Herðubreið á Seyðisfirði þar sem að rafltónlistar dúóið Mammoth Ulthana steig á svið, Stefan Kornacki sýndi mynd-og hljóðinnsetningu og einnig var sýnt úrval hreyfimynda eftir úkarínskar kvikmyndalistakonur. Síðast en ekki síst var afhjúpað á vegg Herðubreiðar ljóð eftir úkraínsku fjöllistakonuna Olia Fedorova sem hún samdi sérstaklega af þessu tilefni. Ljóðið er hluti af stærri ljóðabálki sem Olia hóf að semja er rússneskar hersveitir réðust inn í heimaland hennar Úkraínu og er myndmálið er sterkt, skáldið kallar með því bölvun yfir innrásarherinn.
Við þökkum öllum sem að sóttu hátíðina og tóku þátt í vinnustofum, Vor / Wiosna hátíðin er orðin fastur liður í dagskrá Sláturhússin og finnst okkur einstaklega gaman að fagna vorkomunni hér með alþjóðlegum vindum.
Takk fyrir okkur / Dziękuję wam wszystkim
  • Hits: 487

Misplaced Gaze í ME

MMF tók þátt í að setja upp sýninguna Misplaced Gaze í Menntaskólanum á Egilsstöðum síðastliðinn fimmtudag. Sýningin er samspil ljósmynda og ljóða eftir listamenninia Juanjo Ivaldi Zaldívar og Tess Rivarola. Listamennirnir vinna verk sín með melankólískum blæ, sem markast af bakrunni þeirra. Þau koma bæði frá suðlægum slóðum (Paragvæ) en eru í dag búsett á Seyðisfirði og upplifa þá tilfinningu að vera einangruð fjarri hávaða stórborga og mannmergðar. Í staðin upplifa þau nándina við náttúruna allt í kringum sig og þær breytingar sem eiga sér stað á henni. Fyrir sýningaropnunina buðu Juanjo og Tessa upp á listasmiðju í samvinnu við listnámsbraut ME þar sem lögð var áhersla á upplifun þátttakenda af áhrifum loftslagsbreytinga á náttúruna. Afrakstur smiðjunnar voru fjölbreyttar klippimyndir og voru þær til sýnis á opnuninni. 

Misplaced Gaze er farandsýning, opnar í Þórsmörk Neskaupsstað 25. mars og svo í Herðubreið á Seyðisfirði 31. mars og því þarf enginn að missa af þessari frábæru sýningu. 

  • Hits: 743

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479