Framkvæmdir í Sláturhúsinu

24. nóvember 2020

Áætlaðar endurbætur á Sláturhúsinu hófust í október síðastliðnum. Í vetur verður unnið að því að breyta gömlu frystiklefunum á fyrstu og annari hæð. Sýningarrými verður á fyrstu hæð en á annari hæð verður rými fyrir sviðslistir (black box). Einnig stendur til að bæta aðkomu að efri hæðinni með nýjum stiga. Skipt verður um þak á húsinu, það klætt að utan ásamt minni endurbætum innandyra. Áætlað er að sviðslistarýmið á annari hæð verði tilbúið árið 2022. 

Ljóst er að röskun verður á starfssemi Menningarmiðstöðvarinnar á meðan á framkvæmdum stendur og mun hún að einhverju leiti fara fram utan veggja Sláturhússins.

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479