Evrópskt samstarfsverkefni

06. september 2021

Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað er þátttakandi í verkefninu ACT IN_OUT sem hlaut nýverið styrk frá EES upp á 72 milljónir króna. Verkefnið er evrópskt menningar- og rannsóknarverkefni stýrt af Fabryka Sztuki sem er ein virtasta menningarmiðstöð Póllands (http://www.fabrykasztuki.org/). Norski danshópurinn Carte Blanche frá Bergen einnig þátttakandi en þau eru einn stærsti danshópur þar í landi og mikilsvirt á alþjóða vettvangi (https://carteblanche.no/en/)

ACT IN_OUT er margþætt og viðamikið verkefni sem stendur til ársloka 2023. Í gegnum það mun Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs skipuleggja gestadvöl listamanna frá Póllandi á Austurlandi og hugmyndin er að listafólkið fari á mismunandi staði til dvalar með tilliti til hvaða listform þau vinna með. MMF velur einnig hóp listafólks sem starfar á Íslandi til gestadvalar í Póllandi. Þá mun menningarmiðstöðin einnig sjá um skipulagningu á tónlistarviðburðum pólskra tónlistarmanna en stefnt er að viðburðir verði bæði haldnir á Austurlandi og í Reykjavík. Í tenglsum við verkefnið verður haldin ráðstefna menningarstjórnenda og fræðafólks frá Póllandi, Íslandi og Noregi auk þess sem gefið verður út bókverk um sögu, samfélag og listafólk sem tengist Lodz, Fabryka Sztuki, Sláturhúsinu og Austurlandi.

Hér má sjá frétt um verkefnið á vefsíðu Austurfréttar.Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479