Á bakvið tjöldin - BRAS 2021

07. október 2021
MMF hefur undanfarin ár boðið upp á fræðsluverkefni í sviðslistum á BRAS! og í ár var það verkefnið Á bakvið tjöldin.
Á bakvið tjöldin var samstarfsverkefni MMF / Sláturhúss og Þjóðleikhússins. Síðustu vikuna í september mættu þeir Almar Blær Sigurjónsson leikari og Bjarni Snæbjörnsson leikari og leikstjóri og kynntu fyrir nemendum í 2. og 3.bekk hvernig leiksýning verður til. Á bakvið tjöldin í leikhúsinu er iðandi líf og mikið starf unnið meðan að á leiksýningu stendur. Þar eru ljósamenn og konur, sviðsmenn, búninga og förðunar sérfræðingar ásamt hljóðfólki sem gera leikurunum kleift að vinna sitt starf fyrir framan tjöldin. Nemendur fengu smá smjörþef af öllum þessum störfum auk þess sem að þau tóku þátt í leikspuna sem þau sýndu fyrir hvert annað. 

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479