14. maí 2020
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Minjasafn Austurlands tóku höndum saman um ljósmyndaverkefni í samkomubanninu. Markmiðið var að safna samtímaheimildum um þær fordæmalausu aðstæður sem voru vegna Covid 19 faraldursins og samkomubannsins sem sett var á í tengslum við hann.
Ljósmyndirnar tók Tara Ösp Tjörvadóttir. Myndirnar verða settar upp á sýningu þegar aðstæður leyfa og verða síðan varðveittar hjá Ljósmyndasafni Austurlands.