Skip to main content

Undirritun samninga

17. september 2020

Í dag var sannarlega stórum áfanga náð fyrir Sláturhúsið menningarsetur, en sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Landsvirkjun undirrituðu samning um leigu á Frystiklefanum til næstu 10 ára. Verkefnið á sér langa sögu, en Landsvirkjun vill styðja við nærsamfélagið og sýna fram á í hvað orkan nýtist. Landsvirkjun leigir salinn og þar á að setja upp sýningu í svokallaðri Ormsstofu. Fyrirhugaðar eru miklar framkvæmdir á húsinu og verður leigan greidd fyrirfram. Það auðveldar fjármögnun á breytingunum í heild sinni. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í október.