Skip to main content

RIFF á Egilsstöðum

24. september 2020

Kvikmyndahátíðin RIFF, Reykjavik International Film Festival hefst í dag en er þetta í 17. skipti sem hátíðin er haldin.

Aðstæður eru með breyttu sniði í ár vegna COVID og því var ákveðið að prufa nýjar leiðir til að miðla hátíðinni. Var hún að hluta færð út á landsbyggðina með sérútbúnum bíóbíl til að fleiri fengju að njóta hennar. Bíóbíllinn rúntaði hringinn í kringum landið í síðustu viku. Hann stoppaði á Egilsstöðum síðastliðinn sunnudag fyrir utan Menntaskólann þar sem gestum og gangandi gafst kostur á að sjá evrópskar stuttmyndir. Um kvöldið var svo bílabíó þar sem kvikmyndin Dancer in the Dark var sýnd. Á mánudagsmorgninum stoppaði bíllinn fyrir utan Egilsstaðaskóla og bauðst nemendum þar að sjá biómyndir í bíóbílnum. 

Hátíðin sjálf mun að mestu fara fram á netinu, þar sem hægt er að leigja myndirnar og horfa á þær heima. Nánari upplýsingar eru á riff.is.