24. nóvember 2020
Áætlaðar endurbætur á Sláturhúsinu hófust í október síðastliðnum. Í vetur verður unnið að því að breyta gömlu frystiklefunum á fyrstu og annari hæð. Sýningarrými verður á fyrstu hæð en á annari hæð verður rými fyrir sviðslistir (black box). Einnig stendur til að bæta aðkomu að efri hæðinni með nýjum stiga. Skipt verður um þak á húsinu, það klætt að utan ásamt minni endurbætum innandyra. Áætlað er að sviðslistarýmið á annari hæð verði tilbúið árið 2022.
Ljóst er að röskun verður á starfssemi Menningarmiðstöðvarinnar á meðan á framkvæmdum stendur og mun hún að einhverju leiti fara fram utan veggja Sláturhússins.