30. ágúst 2021
BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi verður haldin í fjórða sinn í september og október víðsvegar um fjórðunginn.
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs tekur þátt í hátíðinni að vanda með árherslu á sviðslistir.
Þann 3. september verður leiksýningin Vlog sýnd á Iðavöllum og er öllum nemendum 8-10 bekkjar í Múlaþingi boðið á sýningarnar. Vlog er eftir Matthías Tryggva Haraldsson og er sérstaklega skrifuð fyrir nemendur 10. bekkjar. Sýningin fjallar um þau Konráð og Sirrý, en þau ætla að flytja alheiminum mikilvæg skilaboð í með því að vídjóblogga (Vlog). Leikritið er æsileg hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveitunua YouTube.
Leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson. Leikarar eru þau Þórey Birgisdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson.
Seinna í september verður svo boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir 6-9 ára börn sem fer inn í grunnskólana.
Verkefni MMF verða því miður ekki í Sláturhúsinu í ár þar sem framkvæmdir eru á fullu innanhúss og engin starfsemi möguleg á meðan á þeim stendur.