Nemendur á listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum tóku þátt í listbúðum í tengslum við haustsýningu Skaftfells, Prefab / Forsmíð (sjá hér)
Nemendurnir fóru í vettvangsferð á Seyðisfjörð og skoðuðu sýninguna. Í framhaldi af því fóru þau í heimsókn að Ytri-Víðivöllum í Fljótsdal þar sem fyrirtækið Skógarafurðir starfar. Þar fengu þau fræðslu um íslenskt timbur sem Skógarafurðir sagar niður í byggingarefni. Þau fengu svo gefins efni sem þau notuðu í módel af húsum sem þau hönnuðu innblásin af sýningunni Prefab / Forsmíð.
Sýningin opnar í Sláturhúsinu 2. október kl. 14