Sunnifa - leiksýning

Þann 19. september verður frumsýning á leiksýningunni Sunnifa. Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Svipir og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, höfundur handrits er Árni Friðriksson og leikstjóri Þór Túliníus. Leikritið er sviðsetning á kvenna-tvíleik um Sunnefu Jónsdóttur, sem dæmd var til drekkingar á 18.öld og verð fræg fyrir að rísa upp gegn yfirvaldinu . Með lifandi tónlist, sviðshreyfingum, texta og leik kynnumst við raunasögu Sunnefu og samtímakvenna hennar sem drekkt var fyrir litlar og órettmætar sakir. Í tengslum við sýningarnar verður síðan samtal milli leikara, leikstjóra og nemenda (áhorfenda) um umfjöllunarefni sýningarinnar, stöðu kvenna á 18.öld á Íslandi og hvernig þau mál standa í dag með vísun í #metoo byltinguna

BRAS 2020

BRAS - Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi verður haldin í þriðja sinn í september 2020 um allt Austurland.

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs mun taka þátt í hátíðinni með fjölbreyttum verkefnum.

Verkefnið Derringur er nýtt íslenskt sviðslistaverk eftir danslistakonurnar, Snædísi Lilju Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við grunnskólabörn víða um land og sækir innblástur sinn í árstíðirnar fjórar og íslenskt veðurfar. Dansverkið er unnið með grunnskólabörn á miðstigi um allt land en börnin semja verkið með danshöfundum. Lokaafurðin verður sýnd á BRAS.

Handritið til barnanna, verkefni frá Árnastofnun. Verkefnið felur í sér að vinna með orð úr íslenskri tungu.

Leikritið Sunnifa verður frumsýnt í september og býðst grunnskólanemendum á elsta stigi að sækja sýninguna. 

Kvikmyndalæsi, námskeið í heimildagerð fyrir 8-9 bekk grunnskóla. Kennd verður uppbygging sögu og frásagnartækni heimildamynda. Nemendur munu vinna að sinni eigin persónulegu heimildamynd undir leiðsögn kvikmyndagerðarfólks.Í heimildamyndarverkefninu munu nemendur vinna út frá hugmyndinni „jöfn en ekki eins“ og velta fyrir sér sínu eigin lífi, aðstæðum og sýn á lífið; hvers vegna við skilgreinum okkur á mismundandi hátt; hún, hann, hán eða út frá menningarlegum bakgrunni og hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur samfélagslega. Námskeiðinu lýkur með hátíð í Sláturhúsinu þar sem að myndir nemenda verðar sýndar

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479