Skip to main content

Tónaflakk Tónlistarmiðstöðvar

21. október 2024
Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við Austurbrú, stendur fyrir fræðsluviðburði á Egilsstöðum til að kynna starfsemi sína, og þá þjónustu og stuðning sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar. Að auki verður kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi og nýjum og efldum Tónlistarsjóði sem Tónlistarmiðstöð annast fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. 
Dagskrá:
Tónlistarmiðstöð: Meðal hlutverka hennar er að efla og kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi, tengja íslenskt tónlistarfólk við erlenda markaði og veita ráðgjöf og stuðning til tónlistarfólks og annarra sem starfa í íslenskum tónlistargeira. Upplýsingar á 
www.icelandmusic.is
Tónlistarsjóður: Sjóðurinn veitir styrki til íslensks tónlistarfólks og verkefna með það að markmiði að styðja við þróun tónlistargeirans, efla útgáfu, tónlistarflutning og kynningu á íslenskri tónlist bæði heima og erlendis. Upplýsingar á icelandmusic.is/tonlistarsjodur
Endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist: Tónlistarfólk getur sótt um endurgreiðslu á kostnaði vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 80% eða meira af kostnaði þarf að hafa fallið til á Íslandi og hægt er að sækja um endurgreiðslu á 25% af kostnaði. Upplýsingar á https://www.record.iceland.is/

Aðgangur er ókeypis
Kaffi og meðlæti

ENGLISH

Iceland Music, in collaboration with Austurbrú, is hosting an educational event in Egilsstaðir to introduce its operations, as well as the services and support available to musicians and others working in the Icelandic music industry. Additionally, there will be a presentation on reimbursements for music recording in Iceland, Record in Iceland, and the Music Fund, which Iceland Music administers on behalf of the Ministry of Culture and Business Affairs.
Program:
Iceland Music: Among its roles is promoting and supporting Icelandic music internationally, connecting Icelandic musicians with foreign markets, and providing advice and support to musicians and others working in the Icelandic music sector. Information at www.icelandmusic.is
Music Fund: The fund provides grants to Icelandic musicians and projects with the aim of supporting the development of the music industry, supporting music releases, performances, and the promotion of Icelandic music both domestically and internationally. Information at icelandmusic.is/tonlistarsjodur.
Record in Iceland: Musicians can apply for a refund, from the Ministry of Culture and Business Affairs, for costs incurred when recording music in Iceland. At least 80% of the costs must have been incurred in Iceland, and it is possible to apply for a refund of 25% of the total cost. Information at https://www.record.iceland.is/
Admission is free.
Coffee and refreshments provided