Vor / Wiosna 2022
Pólska listahátíðin Vor / Wiosna fór fram í þriðja sinn dagana 21.-25.apríl síðastliðinn. Þema hátíðarinnar var hljóð-og myndlist / audio-visuals. Að þesu sinni breyttum við áherslum hátíðarinnar og meira var lagt upp úr vinnustofum og námskeiðum tengdum þemanu. Boðið var upp á námskeið í hefðbundinni tækni slavneskra söngva, tækni sem að oft er nefnd “hvít rödd” eða “opin rödd”. Leiðbeinandi á því námskeiði var Anna Sitko þjóðfræðingur og þjóðlagasöngkona frá Krakow, Póllandi. Námskeiðið var einstaklega vel heppnað og mikil ánægja með það á meðal þáttakenda. Einnig var boðið upp á vinnustofu í stafrænni tónlist þar sem að Benia Beniowska DJ og hljóðlistamaður leiddi þáttakendur í gegnum heima rafrænnar tónlistar, afrakstur námkeiðisins var síðan fluttur á hápunkti hátíðarinnar. Síðast en ekki síst leiddi Adam Switala, aðjúnkt við HÍ og tónlistarmaður, vinnustofu fyrir börn og foreldra í lifandi tónslistarsköpun þar sem að hljóðheimar hinna ýmsu hljóðafæra voru kannaðir og reyndir. Tilraunkennd vinnustofa sem vakti mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni.