Skip to main content

Kjarval á Austurlandi / Kjarval in Austurland

Laugardaginn 14. september kl. 16 opnar Sláturhúsið, í samvinnu við Minjasafn Austurlands og Skaftfell, sýninguna Kjarval á Austurlandi. Um er að ræða minjasýningu þar sem segir frá persónunni Kjarval og tengslum hans  við Austurland.

Árið 2022 ákváðu Minjasafn Austurlands að fara í samstarf við Sláturhúsið og Skaftfell og búa saman til veglegar sýningar, hver á sínu sviði. Minjasafnið fékk sýningarsalinn á fyrstu hæð Sláturhússins til afnota til að segja frá persónunni Kjarval og tengslum hans við Austurland. Þar er Gullmávurinn, bátur sem Kjarval fékk í sjötugs afmælisgjöf, þungamiðja sýningarinnar.

Sláturhúsið  mun í október  sýna leiksýninguna Kjarval sem sett var  upp í Borgarleikhúsinu veturinn 2020, í samstarfi við Borgarleikhúsið. Nemendum á miðstigi í Múlaþingi verður boðið á leiksýningarnar og fá svo í kjölfarið leiðsögn um minjasýninguna á fyrstu hæð Sláturhússins. 

Næstkomandi sumar mun svo Skaftfell sýna úrval verka Kjarval sem unnin eru hér á svæðinu og sækja innblástur í austfirska náttúru.

Sýningin stendur  til 1. október 2025 

  • Hits: 646