
Christopher Taylor - Heima / 02.09-11.11.23
Laugardaginn 2.september opnar sýning Christophers Taylor - Heima í Sláturhúsinu. Christopher sýnir 3 ljósmyndaseríur sem við fyrstu sýn virðast talsvert ólíkar, en rauði þráðurinn sem tengir þær er hugmyndin um heimili. Myndirnar spanna yfir 20 ár af ferli ljósmyndarans
Myndaröðin sem Christopher nefnir Fljótandi dagar samanstendur af ljósmyndum úr ýmsum íslenskum húsum sem teknar hafa verið á síðustu 25 árum. Sum húsanna eru heimili fjölskyldunnar þar sem hann hefur dvalið. Nokkrar eru frá eyðibýlum sem bera vitni um horfna lífshætti. Í stórum dráttum sýna þær smáatriði úr innbúi þar sem markmiðið er að kalla fram mannlega nærveru; kannski í næsta herbergi eða frá öðru augnabliki.
Illuminations er lofgjörð fyrir til fjölskyldusögu Christophers og þá sérstaklega foreldra hans. Myndirnar eru frá heimabæ hans á austurströnd Englands. Aftur einbeitir ljósmyndarinn sér að smáatriðum, í þessu tilviki frá húsinu sem hann ólst upp í og þar sem móðir hans býr enn. Við bætast síðan ljósmyndir frá nærliggjandi strönd og saltmýri þar sem hann dvaldi löngum sem barn, og af foreldrum hans.
Með því að taka hugmyndina um smáatriði á annað stig og færast nær, er Arthropoda röð sem lauk fyrir meira en tuttugu árum síðan en var endurheimsótt meðan á heimsfaraldrinu stóð. Þetta eru verur sem fundust og myndaðar voru á heimili ljósmyndarans í Frakklandi. Þær komu til að deila rými með honum, rými sem þær gætu allt eins vel líka kallað heim.
Allar myndirnar eru analogue / hliðrænar ljósmyndir teknar á filmu. Svarthvítu prentin vinnur Christopher sjálfur í myrkraherberginu á hefðbundinn silfurbrómíð ljósmyndapappír. Litmyndir eru bleksprautuprentun úr skönnuðum negatívum eða „slide“filmum
//
On the face of it, the three series chosen for this exhibition are quite different from each other, yet the common thread linking them together is the notion of home.
The series I have named Fljótandi dagar consists of photographs from various Icelandic houses taken over the last 25 years. Some are the homes of family where I have stayed. A few are from abandoned farms which stand as witness to a disappearing way of life. By and large they depict interior details where the aim is to evoke human presence; perhaps in the next room or from another moment in time.
Illuminations is an eloge to my own family history and especially to my parents. The images are from my hometown on the east coast of England. Again, I focus on details, in this case from the house in which I grew up and where my mother still lives. These images are complemented by photographs from the nearby beach and saltmarsh which I often explored as a child, and of my parents themselves.
Taking the idea of details to another level and moving in closer, Arthropoda is a series completed over twenty years ago but re-visited during the pandemic lockdown. These are creatures found and photographed at my home in France. They came to share my living space which perhaps they too might call home.
All images are analogue photographs using film. The black and white prints have been made by myself in the darkroom on traditional silver bromide photographic paper. Colour images are inkjet prints from scanned negatives or slide film.
- Hits: 144