Skip to main content

Langt út / Far out no X Rebekka Blöndal - Haraldur Ægir Guðmundsson - Edgars Rugajs

13. nóvember 2023
Far out / Langt út no 10
 
Söngkonan Rebekka Blöndal kemur fram ásamt bassaleikaranum Haraldi Ægi Guðmundssyni og gítarleikaranum Edgars Rugajs. Saman ætla þau að töfra fram notalega stemmningu. Leikin verða hugljúf djasslög af gamla skólanum í bland við annað efni. 
 
Rebekka er ein af frambærilegustu djass og blús söngkonum landsins og hefur síðastliðin ár vakið mikla athygli. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki djass og blús sem flytjandi ársins og hlaut verðlaunin nú í ár fyrir söng ársins.