Augnablikið og eilífðin - ljóðadjass / Einar Már Guðmundsson + Dorthe Højland Group
„Til þeirra sem málið varðar“.
Dorthe Højland Group (DK) + Einar Már Guðmundsson (IS)
Øjeblikket og evigheden
musik og digte
Det starter i ordet, og det hele starter i lyden.
Tilsammen opstår der en synergi og skaber et udtryk,
der bliver nærmest svævende og magisk.
Til rette vedkommende.
Dorthe Højland Group + Einar Már Guðmundsson
The Moment & Eternity
music & poems
"To Whom It May Concern".
Far out / langt út nr 8
Far out / langt út VII - Arta Jekabsone trio
Arta Jekabsone er upprennandi stjarna í jazzheiminum. Hún hefur þegar hefur unnið hina virtu Montreux Shure Jazz Voice keppni og hefur endað í efstu sætum
fjölmargra jazz-söngkeppna. Í ár bætti hún við 3. verðlaunum í hinni árlegu alþjóðlegu Sarah Vaughan djassraddakeppni við langa afrekslista sinn.
Söngkona hefur aðsetur í New York borg, tónverk hennar eru fyllt með þjóðlaglínum heimalands hennar, Latvíu. Tónlistin á plötunni hennar, „Light“ og „Reflections“, er full af nánd, hlýju og kristaltærum fókus. Arta er söngkona í hæsta gæðaflokki og kynnir reglulega ný verk í Jazz Gallery, einum af fremstu jazzstöðum New York borgar.
Á tónleikunum mun tríóið flytja frumsamin verk, jazz-standarda og latvísk og íslensk þjóðlög
Með henni á tónleikunum í Sláturhúsinu spila Edgars Rugajs á gítar og Sigmar Þór Matthíasson á bassa.
// EN
Rising star Arta Jekabsone has won the prestigious Montreux Shure Jazz Voice Competition and has finished in the top three in multiple internationally renowned competitions. This year she added 3rd prize at the Annual Sarah Vaughan International Jazz Voice Competition to her long list of achievements. A New York City-based vocalist, her compositions are infused with the folk melodies of her homeland, Latvia. The music on her album, “Light” and “Reflections”, brims with intimacy, warmth, and crystal-clear focus. A vocal artist of the highest order, Arta regularly presents new works at the Jazz Gallery, one of New York City’s premier venues. In fact, she was recently awarded the Jazz Gallery Residency Commission Grant 2021.
Arta Jekabsone trio will perform her original music as well as jazz standards and both Latvian and Icelandic folk tunes.
Arta Jekabsone, vocals
Edgars Rugajs, guitar
Sigmar Þór Matthíasson, bass
Far Out / Langt út nr 6
Þann 26. apríl fáum við heimsókn frá Póllandi, en þá mætir trommuleikarinn Krystof Topolski og spilar með Edgars.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00
Far Out / Langt út nr. 3
Danish/Latvian duo Krabbadýrin is going to perform a free improvised music rooted in jazz. Danish trumpet player Erik Lunde Michaelsen and Latvian guitarist Edgars Rugajs, who is based in Iceland, will meet on stage to create a unique experience since every concert is freely improvised with just a few agreed connection points.
Krabbadýrin is a unique free jazz/improvised music duo that connect three nations while there are only two people participating. Edgars is a jazz guitarist from Latvia now living and working in Iceland and Erik Lunde Michaelsen is a Danish award-winning trumpet player. With his project Meutiviti, Erik won a Danish Music award for the jazz event of the year with his concert series Impro Fauna. The duo carries the idea of diversity in music, idea of sustainability in all aspects of life and, openness to whatever comes their way that inspires them to write new music and create performances that are different every time. Being from two different countries the duo brings a lot of diversity connecting Latvian, Icelandic and Danish experiences and working with how these all interact.
Far Out / Langt út nr. 4
Dimitri kemur upphaflega frá Grikklandi en hefur undanfarin ár búið og starfað á Akureyri þar sem að hann kennir meðal annars við Tónlistarkólann. Hann útskrifaðist úr jazztónlistardeild Nakkar Tónlistarskólans í Aþenu , hlaut síðan námsstyrk til að stunda frekara nám við tónlistarhákólann Berklee í Boston MA, Bandaríkjunum. Þaðan lá leiðin til Kúbu þar sem að hann stundaði nám og spilaði. Til Íslands flutti hann síðan árið 2011, stofnaði jazztónlistarsveitina Babybop í samstarfi við aðra og kennir við TónAk eins og áður sagði.
Far Out / Langt út nr. 5
Þann 18 mars mæta þeir Birgir Steinn Theodorsson og Magnús Trygvason Eliassen í Sláturhúsið með Edgars Rugajs og spila á fimmtu tónleikunum í tónleikaröðinni Far out / Langt út.
Birgir Steinn spilar á kontrabassa og Magnús á trommur. Edgars verður svo að venju á gítar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er aðgangseyrir kr. 2000
Far out / Langt út XI - Olli Soikkeli
Jazzgítaristinn Soikkeli er fæddur í Nurmes, Finnlandi en hefur um þessar mundir aðsetur í NYC. Hann kynntist tónlist hins frábæra Django Reinhardt og Gypsy Jazz á unga aldri og hefur sú tónlsit verið honum hugleikin uppspretta allar götur síðan. Soikkeli hefur leikiið á jazzklúbbum og hátíðum víða um Finnland og komið fram með Sinti gítarleikaranum Paulus Schäfer. Þó hann sé ungur að árum þá hefur þegar leikið með heimsþekktu jazzlistafólki eins og Bucky Pizzarelli, Stochelo Rosenberg, Tommy Emmanuel, Andreas Öberg, Cyrille Aimee, Antti Sarpila, and Marian Petrescu.Á tónleikunum þann 28.febrúar verðir Ollie Soikkeli hins vegar einn á sviðinu og við lofum jazzgítar-upplifun á heimsmælikvarða
// EN
Born in Nurmes, Finland, and based in NYC, Soikkeli was introduced to the music of great Django Reinhardt and Gypsy Jazz, which has since been his primary inspiration. Olli has played in jazz clubs and festivals across Finland and toured Europe with Sinti Guitarist Paulus Schäfer. Although still young, he has already played with notable artists such as Bucky Pizzarelli, Stochelo Rosenberg, Tommy Emmanuel, Andreas Öberg, Cyrille Aimee, Antti Sarpila, and Marian Petrescu.
In the concert on February 28th, Olli will be performing a solo guitar set that will showcase jazz guitar playing to its fullest.Far out / langt út XII - Sunna Gunnlaugs
Fyrstu jazztónleikar ársins
Björt Sigfinnsdóttir and Jón Hilmar first played together long time ago, but it wasn't until last summer that their collaboration really began. Their concert is a combination of music and stories that they have played for cruise ship passengers in recent summers along with music that has been with them over the years. Fun and beautiful concerts at the same time.
Björt Sigfinnsdóttir is a musician and songwriter, and over the years she has performed her music around the world. She released her first album in 2016 Poems of the past under the name FURA, but songs from that album have sounded in films and commercials for example. Björt has also made an impact in the field of culture, but she is one of the founders of LUNGA and was nominated as an outstanding young person in the field of culture in 2021.
Jón Hilmar Kárason is a guitarist and online guitar teacher. Over the years, he has organized a number of events and been active in the music scene. He plays all kind of genres, but at this concert the acoustic guitar will be his refuge and trust.
Tónleikarnir eru hluti af Far out / Langt út tónleikaröðinni í Sláturhúsinu og styrktir af Uppbyggingasjóð Austurlands, Menningar og Viðskiptaráðuneytinu og Múlaþingi
Langt út / Far out IX - Cort Lunde
Langt út / Far out XIV - Bjarni Már Ingólfsson & Tumi Torfason
Bjarni Már Ingólfsson & Tumi Torfason í Sláturhúsinu
Fim 10. okt kl. 20:00
Far out / langt út jazztónleikaröðin hefur nú sitt þriðja starfsár og að þessu sinni eru það Bjarni Már Ingólfsson gítarleikari og Tumi Torfason trompetleikari sem heimsækja okkur með efnisskrá af frumsaminni tónlist sem þeir flétta saman við frjálsan spuna á sinn einstaka hátt. Dúóið flæðir milli strúktúrs og óvissu í einbeittu samtali, heitri rökræðu og hjartanlegu samkomulagi. Þeir fara mjúkum höndum um tónsmíðar sínar, snúa þeim á alla kanta og leika af fingrum fram í formfestu og frjálsu falli.
Þessir ungu spilarar og tónskáld hafa á skömmum tíma fengið verðskuldaða athygli í íslensku jazzsenunni fyrir að leiða og taka þátt í ýmsum verkefnum sem oftar en ekki snerust um frumsamið efni og frjálsan spuna. Þeir gengu báðir í Tónlistarskóla FÍH en stofnuðu dúóið í bakkálárnámi við jazzdeild Konunglega tónlistarháskólans í Stokkhólmi fyrir rúmum þremur árum. Þeir fundu og mótuðu rödd dúósins í skapandi sumarstörfum í Hinu húsinu og spiluðu tónleikaseríu í miðbæ Reykjavíkur sem endaði í Mengi við Óðinsgötu. Síðan hafa þeir meðal annars spilað á Jazzhátíð Reykjavíkur og á Jazzklúbbnum Múlanum. Um þessar mundir eru þeir báðir í meistaranámi, Tumi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og Bjarni í jazzdeild Norsku tónlistarakademíunnar í Osló, auk þess sem þeir hafa báðir hljóðritað sínar fyrstu sólóplötur sem eru væntanlegar á næstu misserum.
Leikar hefjast kl. 20 fimmtudagskvöldið 10. október í Sláturhúsinu og miðaverð er kr 2000. Þess má einnig geta að tónleikar þessir eru partur af örtónleikaferðalagi dúósins milli Reykjavíkur og Egilsstaða en áður en þeir koma austur spila þeir fyrir sunnan miðvikudaginn 9. október á Le Kock við Tryggvagötu.
Mynd: Hans Vera, Jazzhátíð Reykjavíkur 2022
Langt út / Far Out - Tríó Sunnu Gunnlaugs
Langt út / Far out nr. 1
Far out / langt út is the name of a new series of jazzconcerts performed at Slaturhusid.
In the first concert, 15th of november at 20-22, Edgars Rugajs invites the gitarist Andrés Þór Gunnlaugsson to play a duo.
Edgars has traveled performed around Europe in countries like Estonia, Germany, Denmark to name a few. Edgars mainly works in a field of jazz, playing music based in a jazz tradition and also working in a free jazz scene with his Danish/Latvian duo Krabbadyrinn.
Langt út / Far out nr. 2
Langt út / Far out er yfirskriftin á röð jazztónleika í Sláturhúsinu. Aðrir tónleikar hennar verða haldnir þann 14. desember kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 2000.
Að þessu sinni fær Edgars með sér tónlistarmennina Jón Hilmar Kárason og Birgi Baldursson.
Bakgrunnur Birgis í tónlist spannar hálfa öld og flestalla stíla og stefnur hryntónlistar, allt frá djassi og yfir í pönk. Birgir hefur leikið inn á hljómplötur og geisladiska fjölmargra listamanna í fremstu röð nýgildrar tónlistar. Þar má nefna einstaklinga á borð við Ragnheiði Gröndal, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Bubba Morthens, Dr. Gunna, Margréti Eir, Jón Jósep Snæbjörnsson, Eyjólf Kristjánsson, Þórunni Antoníu, Orra Harðarson og fjölmarga aðra. Af hljómsveitastússi má nefna Sálina hans Jóns míns, S.H. Draum, Rokkabillýband Reykjavíkur, Bless, Funkmaster 2000 og Unun. Þá er ótalin aðkoma hans að kvikmyndum og leikhúsi, en þar er einnig af ýmsu að taka, nú síðast The Rocky Horror Show í Borgarleikhúsinu árið 2018.
Jón Hilmar Kárason gítarleikari hefur í gegnum tíðina staðið fyrir fjölda tónleika, tónlistarhátíða og námsskeiða fyrir ungt tónlistarfólk auk þess að vera frumkvöðull í gítarkennslu á netinu hér á landi. Hann hefur framleitt sjónvarpsþætti og podköst tengd tónlist og gítarleik og haldið fyrirlestra víða um landið. Nýlega gaf hann út hljómplötuna Ideas & Secrets með hljómsveitinni Senga´s Choice en á tónleikunum verða flutt nokkur lög af þeirri plötu ásamt nokkrum uppáhalds lögum úr ýmsum áttum.
Langt út / far out X - Björt Sigfinnsdóttir og Jón Hilmar Kárason
Það er langt síðan að Björt Sigfinnsdóttir og Jón Hilmar spiluðu saman fyrst en það var ekki fyrr en síðasta sumar sem samstarf þeirra hófst fyrir alvöru. Tónleikar þeirra eru sambland af tónlist og sögum sem þau hafa spilað fyrir farþega skemmtiferðaskipa undanfarin sumur ásamt tónlist sem hefur fylgt þeim í gegnum árin. Skemmtilegir og fallegir tónleikar í senn.Björt Sigfinnsdóttir er tónlistarkona og lagahöfundur en hún hefur í gegnum árin spilað tónlist sína víða um heim. Hún gaf út sína fyrstu plötu 2016 Poems of the past undir nafninu FURA en lög af þeirri plötu hafa hljómað í kvikmyndum og auglýsingum til dæmis. Björt hefur einnig látið til sín taka á menningarsviðinu en hún er ein af stofnednum LUNGA og var var hún tilnefnd sem framúrskarandi ungur einstaklingur á sviði menningar árið 2021.Jón Hilmar Kárason er gítarleikari og netgítarkennari. Í gegnum árin hefur hann staðið að fjölda viðburða og verið virkur í tónlistarlífinu. Hann þarf að bregða sér í alls konar stíla við spilamennskuna en á þessum tónleikum verður kassagítarinn honum til halds og trausts.EN//Björt Sigfinnsdóttir and Jón Hilmar first played together long time ago, but it wasn't until last summer that their collaboration really began. Their concert is a combination of music and stories that they have played for cruise ship passengers in recent summers along with music that has been with them over the years. Fun and beautiful concerts at the same time.
Björt Sigfinnsdóttir is a musician and songwriter, and over the years she has performed her music around the world. She released her first album in 2016 Poems of the past under the name FURA, but songs from that album have sounded in films and commercials for example. Björt has also made an impact in the field of culture, but she is one of the founders of LUNGA and was nominated as an outstanding young person in the field of culture in 2021.
Jón Hilmar Kárason is a guitarist and online guitar teacher. Over the years, he has organized a number of events and been active in the music scene. He plays all kind of genres, but at this concert the acoustic guitar will be his refuge and trust.
Tónleikarnir eru hluti af Far out / Langt út tónleikaröðinni í Sláturhúsinu og styrktir af Uppbyggingasjóð Austurlands, Menningar og Viðskiptaráðuneytinu og Múlaþingi
Silva og Steingrímur - Tónleikar 14.nóvember kl 20:00
Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague byrjuðu árið 2018 að æfa og flytja jazz saman, og árið 2022 gáfu þau út standardaplötuna More Than You Know. Stemmningin á plötunni er naumhyggjuleg, mjúk og myrk, og hljóðfæraskipan fábreytt með eindæmum: fyrir utan eitt bassaklarinettsóló í bláenda plötunnar koma öll hljóð úr píanói og rafpíanói, og svo úr börkum þeirra Silvu og Steina. Platan hlaut óvænt mikinn meðbyr á streymisveitum, en þegar þetta er ritað hefur verið hlustað á lög hennar rúmlega 7 milljón sinnum á Spotify. More Than You Know hreppti auk þess þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022, þar ársins, og platan fyrir upptökustjórn ársins. Silva & Steini hafa síðan klárað heilar tvær plötur síðan, og önnur þeirra, jólaplatan Christmas With Silva & Steini, kemur út stafrænt í vetur. — Silva Þórðardóttir lærði jazzsöng í Tónlistarskóla FÍH og hefur komið fram með mörgum helstu jazzleikurum landsins. Hún gaf út sólóplötuna Skylark árið 2019, og kynnti hana á Jazzhátíð Reykjavíkur sama ár. Steingrímur Teague útskrifaðist úr jazzpíanódeild Tónlistarskóla FÍH, og hefur spilað og sungið með fjöldanum öllum af tónlistarfólki, óháð straumum og stefnum. Þar ber helst að nefna Moses Hightower, en þar er hann annar forsöngvara bandsins og textasmiða auk þess að leika á hljómborð, og Of Monsters and Men, en hann hefur verið tónleika- og upptökupíanisti þar á bæ síðan 2012.
EN//
Silva & Steini had been playing jazz together for years, sometimes at home over coffee, and sometimes at assorted bars around Reykjavík, when they finally got around to making an album. The result was More Than You Know (2022), a darkly mellow and sparse take on the American songbook, featuring nothing but the voices of the two singers, muted upright and electric piano, and a bit of bass clarinet. The result seemed go over well — when this is written, the album’s tracks have been streamed more than 7 million times on Spotify, and the album received three nominations for the Icelandic Prize, for production of the year and jazz vocalist of the year for Silva and Steini respectively. They have since recorded two album’s worth of new material and are to try some of it out in front of an audience. Their next album, Christmas with Silfa & Steini, will be released in November.
ljósmynd: Anna Maggý