Skip to main content

Æfingar hafnar á barnaleikritinu Hollvættir á heiði

Í byrjun september hófust æfingar á nýju íslensku barnaleikriti Hollvættur á heiði eftir Þór Túliníus sem frumsýnt verður í Sláturhúsinu þann 4.nóvember.

Það er valinkunnur hópur listafólks sem stendur að sýningunni; Ágústa Skúladóttir leikstýrir, Þórunn María Jónsdóttir er leikmynda og búningahönnuður , Aldís Davíðsdóttir gerir brúður, Ólafur Ágúst Stefánsson hannar lýsingu, tónlist semur Eyvindur Karlsson og tónlistarstjórar eru  Øystein Gjerde og Hlín Pétursdóttir Behrens

Í aðalhlutverkum eru þau Jökull Smári Jakobsson, Vigdís Halla Birgisdóttir og Kristrún Kolbrúnardóttir ásamt Tess Rivarola sem stýrir brúðunni Þokkabót.  Æfingaferlið hófst fyrir sunnan í byrjun september  og fengum við aðsetur hjá Leikfélagi Kópavogs til æfinga. Um miðjan september hófust svo æfingar hér fyrir austan og í leikhópinn bættist  við heimafólk, mörg þeirra hafa þegar stigið sín fyrstu skref á leiksviði m.a. með leikfélagi Fljótsdalshéraðs og leikfélagi ME en flestöll eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi, þetta eru þau: Øystein Gjerde, Vigdís Diljá Óskarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Hlín Pétursdóttir Behrens,  Hanna Sólveig Björnsdóttir, Árni Friðriksson, Gyða Árnadóttir, Sólgerður Vala Kristófersdóttir og Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir. Óttar Brjánn Eyþórsson smíðar leikmynd, Sigrún Einarsdóttir saumar búninga, Anna Gunnarsdóttir þæfði fyrir okkur ull í steina,  Katarzyna Strojnowska aðstoðar við leikmunagerð og Fjóla Egedía Sverrisdóttir og Heiðdís Halla Bjarnadóttir aðstoða við búningasaum. Sýningarstjóri er Erla Guðný Pálsdóttir og framleiðandi er Ragnhildur Ásvaldsdóttir fh Sláturhússins

 Uppsetningin á Hollvættum á heiði er stærsta sviðslistaverkefni sem að Sláturhúsið hefur framleitt og í fyrsta sinn sem að við höfum fengið styrk úr Sviðslistasjóði fyrir atvinnuleikhús, en Sláturhúsið fékk fjórða hæsta styrkinn í síðustu úthlutun Sviðslistasjóðs þar sem að einungis 13 verkefni voru styrkt af þeimm 111 sem að sóttu um. Það er því mikil eftirvænting í loftinu og ljóst að mikil vinna er framundan hjá okkur núna á haustmánuðum bæði við æfingar og tæknivinnu. Það er  einstaklega ánægjulegt að fá  tækifæri til að frumsýna nýtt íslenskt barnaleikrit sem að skrifað er sérstaklega fyrir Sláturhúsið og ekki síður að frumsýna í nýjum sviðslistasal hússins. Þetta er þó ekki fyrsta leiksýningin sem að sýnd er í nýja sviðslistasalnum , hér hafa m.a. Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Leikfélag ME, Þjóðleikhúsið , Íslenski Dansflokkurinn og fjölmargir sjálfstæðir leikhópar  sýnt frá opnun hússins eftir endurbætur þann 22.september á síðasta ári 

Verkefnið er unnið með styrk Sviðlistasjóðs, Sóknaráætlun Austurlands, Alcoa, SVN, Vök Baths og  Icelandair 

Frumsýning Hollvættir á heiði

 

Þann 4.nóvember frumsýnir Sláturhúsið nýtt íslenskt barnaleikrit, Hollvættir á
heiði, eftir Þór Tulinius, leikara og leikstjóra

Þar segir af Fúsa og Petru sem læðast að næturlagi út að leita að Þokkabót,
uppáhaldsærinni sem ekki hefur skilað sér af fjöllum. Þau verða ansi hreint
skelkuð í haustmyrkrinu þegar þau rekast á stóran hreindýrstarf og dvergtröllið
Skrúfu. Hún er auðvitað skrýtin skrúfa og skemmtileg eins og nafnið bendir til
og ákveður að hjálpa systkinunum að finna Þokkabót. Um nóttina lenda þau í
ýmsum ævintýrum þar sem galdrasteinar, söngelskir álfar, ruglaðir dvergar og
lagarvatnsormur koma meðal annars við sögu. Ævintýrið er svo kryddað með
sérsaminni tónlist og söng.

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Leikmyndar og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Tónskáld: Eyvindur Karlsson
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Brúðugerð: Aldís Davíðsdóttir
Tónlistarstjórn, útsetningar og hljóðmynd: Øystein Magnús Gjerde
Söngþjálfun: Hlín Pétursdottir Behrens
Leikskáld: Þór Tulinius
Söngtextar: Sævar Sigurgeirsson

Í aðalhlutverkum eru þau Jökull Smári Jakobsson, Vigdís Halla Birgisdóttir og
Kristrún Kolbrúnardóttir.

Aðrir leikarar: Tess Rivarola , Øystein Magnús Gjerde, Vigdís Diljá Óskarsdóttir,
Stefán Bogi Sveinsson, Hlín Pétursdóttir Behrens,  Hanna Sólveig Björnsdóttir,
Árni Friðriksson, Gyða Árnadóttir, Sólgerður Vala Kristófersdóttir og Auðbjörg
Elfa Stefánsdóttir.

Sýningarstjórn: Erla Guðný Pálsdóttir

Hljóð á sýningum: Óttar Brjánn Eyþórsson

Ljósamaður: Ágúst Bragi Daðason

 

Verkefnið er unnið með styrk Sviðlistasjóðs, Sóknaráætlun Austurlands, Alcoa, SVN, Vök Baths og  Icelandair 

Leikskrá á pdf formati