Hallgrímur Helgason er margverðlaunaður metsöluhöfundur sem fangað hefur hug og hjörtu þjóðarinnar með verkum sínum um fólkið í sjávarþorpinu Segulfirði í bókum sínum Sextíu kíló af sólskini, Sextíu kíló af kjaftshöggum og þriðju bókinni, Sextíu kíló af sunnudögum sem kom út nú í haust.
Hallgrímur er kunnur sögumaður og hefur haldið gríðarlega vinsæl námskeið þar sem hann opnar bækurnar upp á gátt fyrir lesendum sínum og nú gerir hann gott betur og býður gestum til sætis á Litla sviði Borgarleikhússins. Á sviðinu rekur hann frásögnina í gegnum skáldsögurnar af alkunnri list, les upp úr bókunum, lyftir hulunni af vinnuferlinu, baksögunum og innblæstrinum og gæðir persónur sínar lífi sem aldrei fyrr.
MIÐASALA
Hits: 223
Written by Ragnhildur Ásvaldsdóttir on . Posted in Uncategorised.
Laugardaginn 14. september kl. 16 opnar Sláturhúsið, í samvinnu við Minjasafn Austurlands og Skaftfell, sýninguna Kjarval á Austurlandi. Um er að ræða minjasýningu þar sem segir frá persónunni Kjarval og tengslum hans við Austurland.
Árið 2022 ákváðu Minjasafn Austurlands að fara í samstarf við Sláturhúsið og Skaftfell og búa saman til veglegar sýningar, hver á sínu sviði. Minjasafnið fékk sýningarsalinn á fyrstu hæð Sláturhússins til afnota til að segja frá persónunni Kjarval og tengslum hans við Austurland. Þar er Gullmávurinn, bátur sem Kjarval fékk í sjötugs afmælisgjöf, þungamiðja sýningarinnar.
Sláturhúsið mun í október sýna leiksýninguna Kjarval sem sett var upp í Borgarleikhúsinu veturinn 2020, í samstarfi við Borgarleikhúsið. Nemendum á miðstigi í Múlaþingi verður boðið á leiksýningarnar og fá svo í kjölfarið leiðsögn um minjasýninguna á fyrstu hæð Sláturhússins.
Næstkomandi sumar mun svo Skaftfell sýna úrval verka Kjarval sem unnin eru hér á svæðinu og sækja innblástur í austfirska náttúru.
Sýningin stendur til 1. október 2025
Hits: 422
Written by Ragnhildur Ásvaldsdóttir on . Posted in Uncategorised.
Þann 4.nóvember frumsýnir Sláturhúsið nýtt íslenskt barnaleikrit, Hollvættir á heiði, eftir Þór Tulinius, leikara og leikstjóra
Þar segir af Fúsa og Petru sem læðast að næturlagi út að leita að Þokkabót, uppáhaldsærinni sem ekki hefur skilað sér af fjöllum. Þau verða ansi hreint skelkuð í haustmyrkrinu þegar þau rekast á stóran hreindýrstarf og dvergtröllið Skrúfu. Hún er auðvitað skrýtin skrúfa og skemmtileg eins og nafnið bendir til og ákveður að hjálpa systkinunum að finna Þokkabót. Um nóttina lenda þau í ýmsum ævintýrum þar sem galdrasteinar, söngelskir álfar, ruglaðir dvergar og lagarvatnsormur koma meðal annars við sögu. Ævintýrið er svo kryddað með sérsaminni tónlist og söng.
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikmyndar og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónskáld: Eyvindur Karlsson Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson Brúðugerð: Aldís Davíðsdóttir Tónlistarstjórn, útsetningar og hljóðmynd: Øystein Magnús Gjerde Söngþjálfun Hlín Pétursdottir Behrens Leikskáld: Þór Tulinius Söngtextar: Sævar Sigurgeirsson
Í aðalhlutverkum eru þau Jökull Smári Jakobsson, Vigdís Halla Birgisdóttir og Kristrún Kolbrúnardóttir.
Aðrir leikarar: Tess Rivarola , Øystein Magnús Gjerde, Vigdís Diljá Óskarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Hlín Pétursdóttir Behrens, Hanna Sólveig Björnsdóttir, Árni Friðriksson, Gyða Árnadóttir, Sólgerður Vala Kristófersdóttir og Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir.
Verkefnið er unnið með styrk Sviðlistasjóðs, Sóknaráætlun Austurlands, Alcoa, SVN, Vök Baths og Icelandair