Skip to main content

Grímuverðlaun 2024 - besta barnasýning ársins

01. júní 2024
Grímuverðlaun ársins 2024 voru afhent í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu. Fjölskyldusýning okkar Hollvættir á heiði hlaut þar verðlaun sem besta barnasýning ársins og okkur er efst í huga þakklæti fyrir þá viðurkenningu sem verðlaunin eru á okkar starfi ásamt þakklæti til Sviðslistasjóðs, Uppbyggingasjóðs Austurlands og Múlaþings sem gerðu þetta verkefni að veruleika með veglegum styrkjum.
Fyrst og fremst eru þessi verðlaun okkur í Sláturhúsinu hvatning til áframhaldandi uppbyggingar á atvinnuleikhúsi á Austurlandi og samstarfi við sjálfstæða leikhópa hvaðanæva af landinu. Okkar hlutverk í Sláturhúsinu er að byggja undir og styðja sviðslistir á Austurlandi bæði með framleiðslu á eigin verkefnum og einnig að taka á móti og sýna verk annarra sviðlistahópa. Leikhús og áhorfendur eru ekki bara á höfuðborgarsvæðinu, skyldur okkar leikhússfólks eru líka við landsbyggðina og þar vantar tilfinnanlega opinbert fjármagn sem styður leikferðir sjálfstæðra leikhópa og leikhúsanna um landið
.
Hollvættir á heiði er einstætt samstarfsverkefni þar sem að saman komu atvinnuleikarar og leikhussfólk, áhugaleikarar af austurlandi og tónlistarfólk.