24. mars 2022
MMF tók þátt í að setja upp sýninguna Misplaced Gaze í Menntaskólanum á Egilsstöðum síðastliðinn fimmtudag. Sýningin er samspil ljósmynda og ljóða eftir listamenninia Juanjo Ivaldi Zaldívar og Tess Rivarola. Listamennirnir vinna verk sín með melankólískum blæ, sem markast af bakrunni þeirra. Þau koma bæði frá suðlægum slóðum (Paragvæ) en eru í dag búsett á Seyðisfirði og upplifa þá tilfinningu að vera einangruð fjarri hávaða stórborga og mannmergðar. Í staðin upplifa þau nándina við náttúruna allt í kringum sig og þær breytingar sem eiga sér stað á henni. Fyrir sýningaropnunina buðu Juanjo og Tessa upp á listasmiðju í samvinnu við listnámsbraut ME þar sem lögð var áhersla á upplifun þátttakenda af áhrifum loftslagsbreytinga á náttúruna. Afrakstur smiðjunnar voru fjölbreyttar klippimyndir og voru þær til sýnis á opnuninni.
Misplaced Gaze er farandsýning, opnar í Þórsmörk Neskaupsstað 25. mars og svo í Herðubreið á Seyðisfirði 31. mars og því þarf enginn að missa af þessari frábæru sýningu.