Skip to main content

BRAS 2022

19. október 2022

Sláturhúsið tók að venju þátt í BRAS, Barnamenningarhátíð Austurlands á þessu ári. Síðustu viðburðir þessa árs voru í síðastliðinni viku. Þeir Gunni og Felix mættu til okkar með viðburðinn sinn “Ein stór fjölskylda” og sýndu hann fyrir 5-10 bekk í Egilsstaðaskóla. Þar fór Gunni yfir það hvernig á að skrifa geggjaða sögu og Felix talaði um mismunandi fjölskyldur og fjölbreytt fjölskylduform. Eftir fyrirlestrana svöruðu þeir spurningum og pælingum krakkanna og að því loknu tóku þeir nokkur lög við virkilega góðar undirtektir. Viðburðurinn er á vegum List fyrir alla (www.listfyriralla.is) og fóru þeir inn í grunnskóla á Austurlandi. Þessi eina sýning var þó haldin hér í Sláturhúsinu. 

Á föstudaginn kom Íslenski Dansflokkurinn með barnasýninguna Dagdraumar. Hún var í boði fyrir elstu börn í leikskólum sveitarfélagsins og 1. bekk í grunnskólunum. Verkið býður börnum að ganga inn í heim töfra og ævintýra á sviðinu en það fjallar um unga stúlku sem leggur land undir fót og ferðast um undur veraldar, um skóg og yfir sjó, finnur dýr og ævintýr. Eftir sýninguna fengu börnin öll fallega leikskrá með þrautum og myndum með tengingum í sýninguna og 1. bekkur fór í stutta danssmiðju. 

 

Gunni og Felix
20221011 143026
20221014 100806
20221014 101227
20221014 110949