Skip to main content

Diskó friskó á Sumardaginn fyrsta

(IS/EN)
Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl nk. ætlum við að hittast og dansa saman. Tilefnið er afmælisdagur  Prins Póló sem er  26. Apríl 👑
Við ætlum að minnast hans, tjútta og tralla, trylla lýðinn og skemmta okkur saman eins og honum var einum lagið.
• Staðsetning: Egilsstaðir - Sláturhúsið
• Tímasetning: 16:30 - 18:00
Öll velkomin; börn, fullorðnir, ömmur, afar, frænkur og frændur 🎉
Enginn aðgangseyrir!
 
The first day of summer, on April 25th,  we are going to meet and dance together at Sláturhúsið. The occasion is Prince Polo's birthday, which is April 26.
We will honor his legacy , shout and troll, enrage the people and have fun together as he only could.
• Location: Egilstaðir - Sláturhúsið
• Timing: 16:30 - 18:00
All welcome; children, adults, grandparents, aunts and uncles
No entry fee!
 
 
 
 
 

BRAS

  • Hits: 36

Kjarval á Austurlandi

Fjallað er um samstarfsverkefnið Kjarval á Austurlandi og rætt við Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur verkefnastjóra á vef Múlaþings. Um er að ræða viðamikið samstarfsverkefni sem Minjasafn Austurlands - East Iceland Heritage Museum , Sláturhúsið Menningarmiðstöð og Skaftfell Art Center standa saman að og felur m.a. í sér sýningu á gripum úr eigu Kjarvals í Sláturhúsinu, leikskýningu í samstarfi við Borgarleikhúsið og myndlistarsýningu í Skaftfelli

  • Hits: 504

Sýning RASK opnar í Sláturhúsinu þann 6.júní

Á sýningunni RASK mætast þær Agnieszka Sosnowska ljósmyndari og Ingunn Snædal ljóðskáld. Samspil ljósmynda og ljóða birtist sem vitnisburður um þróun lands og eyðingu. Þessar ólíku listakonur bregðast á næman hátt við list hvor annarrar og því sem þær skynja og upplifa í röskuðu og rofnu umhverfi.

Jarðvegsrof á Austurlandi er víða umtalsvert og óstöðvandi. Í hringiðu rofsins bjóða þær Agnieszka og Ingunn okkur að doka við og skynja núið. Austurland er heimili þeirra, fortíð og framtíð – sögusviðið draga þær upp í myndum og ljóðum.

Agnieszka Sosnowska er fædd í Varsjá en ólst upp í Boston. Hún nam við Massachusetts College of the Arts og Boston University. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd á Listasafni Íslands, Listasafni Akureyrar og Ljósmyndasafni Íslands auk þess sem myndir hennar hafa birst víða á prenti.

Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum og ólst upp á Jökuldal. Ingunn stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands, Háskólann í Galway og Háskóla Íslands. Fyrir ljóðabækur sínar hefur hún hlotið Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og að auki hreppt verðlaun fyrir þýðingar sínar.

 Sýningin er einnig hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík

The exhibition RASK brings together photographer Agnieszka Sosnowska and poet Ingunn Snædal. The interplay of photography and poetry creates a testimony of the development and erosion of land. In highly perceptive ways, these two different artists react to each other’s creations and what they sense and experience in a disturbed, eroded environment.

Many areas of Eastern Iceland are marked by considerable and unstoppable erosion. Surrounded by this erosion, Agnieszka and Ingunn invited us to stop and take in the moment. Eastern Iceland is their home, past and future - a world that they depict in images and words.

Warsaw-born Agnieszka Sosnowska grew up in Boston and studied at the Massachusetts College of the Arts and Boston University. Her works have appeared in various print media as well as at the National Gallery of Iceland, Akureyri Art Museum and the Icelandic Photography Museum, to name a few.

Ingunn Snædal was born in Egilsstaðir and grew up in Jökuldalur. Ingunn studied at the Icelandic College of Teaching, University of Galway and the University of Iceland. Her poetry and translations have received numerous awards.

The exhibiton is a part of Reykjavik Art Festival

  • Hits: 443

Sunna Gunnlaugs í Sláturhúsinu 14.03. kl 20:00

Sunna Gunnlaugs jazzpíanóleikari verður næsti gestur okkar í Sláturhúsinu í Langt út / Far out tónleikaröðinni. Það verða sólótónleikar en Sunna er ein af okkar allra bestu jazzpíanistum og því má búast við glæsilegum tónleikum. Hún hefur komið fram um allan heim og spilað á mörgum af virtustu jazzhátíðum heims og eftir hana liggur fjöldi tónlistarútgáfa bæði sem sólolistamaður og með hljómsveit.
 
Tónleikarnir hefjast að venju kl 20:00 í Sláturhúsinu og miðaverð er kr 2000, 
 
Ekki missa af einstökum tónleikum!
  • Hits: 577

Langt út / Far out jazztónleikaröð Sláturhúsins

Næstu tónleikar verða þann 28.febrúar kl 20:00. Að þessu sinni eru það sólótónleikar með finnska jazz-gítaristanum Olli Soikkeli // Far out jazzseries - Next concert 28.02 at 20:00

Soikkeli er fæddur í Nurmes, Finnlandi en hefur um þessar mundir aðsetur í NYC. Hann kynntist tónlist hins frábæra Django Reinhardt og Gypsy Jazz á unga aldri og hefur sú tónlist verið honum hugleikin uppspretta allar götur síðan. Soikkeli hefur leikið á jazzklúbbum og hátíðum víða um Finnland og komið fram með Sinti gítarleikaranum Paulus Schäfer. Þó hann sé ungur að árum þá hefur þegar leikið með heimsþekktu jazzlistafólki eins og Bucky Pizzarelli, Stochelo Rosenberg, Tommy Emmanuel, Andreas Öberg, Cyrille Aimee, Antti Sarpila, and Marian Petrescu.Á tónleikunum þann 28.febrúar verðir Ollie Soikkeli hins vegar einn á sviðinu og við lofum  jazzgítar-upplifun  á heimsmælikvarða

// EN

Born in Nurmes, Finland, and based in NYC, Soikkeli was introduced to the music of great Django Reinhardt and Gypsy Jazz, which has since been his primary inspiration. Olli has played in jazz clubs and festivals across Finland and toured Europe with Sinti Guitarist Paulus Schäfer. Although still young, he has  already played with notable artists such as Bucky Pizzarelli, Stochelo Rosenberg, Tommy Emmanuel, Andreas Öberg, Cyrille Aimee, Antti Sarpila, and Marian Petrescu.In the concert on February 28th, Olli will be performing a solo guitar set that will showcase jazz guitar playing to its fullest.

  • Hits: 553