Skip to main content

Austurland á tímum Covid 19

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Minjasafn Austurlands tóku höndum saman um ljósmyndaverkefni í samkomubanninu. Markmiðið var að safna samtímaheimildum um þær fordæmalausu aðstæður sem voru vegna Covid 19 faraldursins og samkomubannsins sem sett var á í tengslum við hann. 

Ljósmyndirnar tók Tara Ösp Tjörvadóttir. Myndirnar verða settar upp á sýningu þegar aðstæður leyfa og verða síðan varðveittar hjá Ljósmyndasafni Austurlands. 

  • Hits: 1786

Sumarsýningar 2020

Sumarsýningar Sláturhússins verða tvær þetta árið, Sumar I og Sumar II. Fyrri sýningin er yfirlitssýning á verkum Ríkharðs Valtingojer grafíklistamanns sem bjó á Stöðvarfirði. Hún opnar 17. júní og stendur til 17. júlí. 

Seinni sýningin er sýningin Land. Það er samsýning sex myndlistamanna sem allir vinna með ljósmyndina sem miðil og land sem mótív. Listamennirnir eru: Daniel Magnússon, Katrín Elvarsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Þórdís Jóhannesdóttir, Vigfús Birgisson og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Sýningin opnar 19. júlí og stendur til 15. september. 

  • Hits: 1608