LAND

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs opnar myndlistasýninguna Land í Sláturhúsinu þann 18. júlí kl. 16:00.

Sýningin er samsýning 6 myndlistamanna sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndina sem miðil og landið sem innblástur.

Listamennirnir eru: Daníel Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Vigfús Birgisson og Þórdís Jóhannesdóttir

Sýningin stendur til 15. september, en verður tekin niður á meðan að pólska listahátíðin Vor / Wiosna stendur yfir frá 21. ágúst til 1. september. 

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479