Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi?

Í samstarfi við Minjasafn Austurlands verður sýningin "Austfirkst fullveldi - Sjálfbært fullveldi?" sett upp aftur í Sláturhúsinu.

 

Í tilefni að því að sýningin "Austfirkst fullveldi - Sjálfbært fullveldi?" var tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna verður hún sett upp í Sláturhúsinu. Það er gert í samstarfi við Minjasafn Austurlands sem var einn af samstarfsaðilum við gerð sýningarinnar og sér um að varðveita hana. 

"Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi?" var samstarfsverkefni níu austfirskra mennta- menningar- og rannsóknarstofnanna í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018. Markmiðið var að skoða með nýstárlegum hætti hugtökin fullveldi og sjálfbærni og tengslin þar á milli. Settar voru upp fjórar sýningar á jafnmörgum söfnum á Austurlandi, þ.e Minjasafni Austurlands, Tækniminjasafninu á Seyðisfirði, Sjóminjasafninu á Eskifirði og á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem aðstæður barna árin 1918 og 2018 voru bornar saman og speglaðar við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Jafnframt var opnuð heimasíða með fræðsluefni og margvíslegum fróðleik.  

Sýningin verður opnuð 17. júní.

 

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479