Listin í náttúrunni – náttúran í listinni

Sunnudaginn 6. desember opnar sýningin Listin í náttúrunni - náttúran í listinni. Þar verður sýndur afrakstur listsmiðja og námskeiða sem haldnar hafa verið í vetur í Geðræktarmiðstöðinni Ásheimum. Nemendur í samtímalistum í ME sýna einnig verk ásamt handverksfólki í Stólpa og Ásheimum. Ýmis jólavarningur verður til sölu á opnuninni. Vegna fjöldatakmarkana verður aðeins hægt að hleypa 9 einstaklingum inn í einu, en settur verður upp gashitari fyrir utan Sláturhúsið og boðið upp á heitan drykk fyrir þá sem þurfa að bíða. 

Sýningin er hluti hátíðarinnar List án landamæra, en markmið hennar eru m.a að brjóta niður múra, stuðla að jafnrétti og friði öllum til handa. 

Sýningin stendur til 12. desember og verður opin virka daga frá 11-16 og laugardag frá 13-16.

Leiðbeinandi og sýningarstjóri er Ólöf Björk Bragadóttir, myndlistarmaður og listakennari í ME.

Námskeiðin eru samstarfsverkefni Austurbrúar, Fjölmenntar, Símenntunar og þekkingarmiðstöðvar.

 

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479