Pólska listhátíðin Vor / Wiosna er haldin árlega á vegum MMF. Þar sýnir pólskt listafólk verk sín og/eða er með listasmiðjur. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2020 með áherslu á myndlist en árið 2021 var sérstök áhersla á sviðslistir og vídjólist. Stefnt er að því að hátíðin verði haldin árlega með áherslu á ákveðna listgrein hverju sinni. Sýningarstjóri og skipuleggjandi hátíðarinnar er listakonan Wiola Ujazdowska. Hún er fædd og uppalin í Póllandi en hefur búið og starfað á Íslandi um nokkurra ára skeið.
Hér er dagskrá hátíðarinnar 2021
Hér er dagskrá hátíðarinnar 2020
Umfjöllun í vefritinu ÚR VÖR
Umfjöllun á Austurfrétt
Umfjöllun á RÚV