Umsóknir

Umsóknir um vinnustofur, listamannaíbúð og vegna samstarfs við MMF skal senda á netfangið mmf@egilsstadir.is. Ákveðnum vinnureglum skal fylgja fyrir hverja umsókn og eru þær að finna hér að neðan.

Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs (MMF) hefur umsjón með Sláturhúsinu og er ábyrgðarmaður fyrir rekstri þess. MMF starfar undir Menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs og heyrir undir Menningarmálanefnd. Stefna MMF kemur fram í Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, Samningi SSA um menningarmál og viðauka og samþykktum Menningarnefndar Fljótdalshéraðs um MMF.

Það á að vera akkur MMF að stunda öflugt samstarf við listamenn og hópa bæði innlenda og erlenda. Markmiðið er að auðga sviðslistalíf á Austurlandi og list og menningu almennt á Fljótsdalshéraði. Þessar valferlisreglur eru hafðar til hliðsjónar hvort heldur um ræðir mat á umsóknum listamanna og hópa sem sækja um leigu á vinnustofum, listamannaíbúð eða óska eftir samstarfi við MMF. Markmiðið með þessum reglum er að allir sitji við sama borð þegar kemur að umsóknum óháð tengslum, venslum eða völdum.

Forstöðumaður og umsagnaaðilar leggja við drengskap sinn að vinna heiðarlega og faglega, þannig að heildarhagsmunir lista og menningar til framtíðar séu alltaf í fyrirrúmi. Forstöðumaður hefur heimild til að setja sig í samband við listamenn og hópa sem hann telur vænlega til samstarfs að því gefnu að þeir uppfylli sömu skilyrði og aðrir umsækjendur. Forstöðumaður hefur frelsi til að skipuleggja dagskrá og standa fyrir viðburðum að eigin frumkvæði.

Vinnureglur fyrir útleigu á vinnustofum:

MMF leigir út vinnuaðstöðu fyrir listamenn í Sláturhúsinu, menningarsetri. Í Sláturhúsinu eru fjölbreytt rými sem leigð eru út til listamanna til lengri eða styttri tíma. Vinnustofurnar eru mismunandi að stærð og henta því fyrir fjölbreyta starfsemi. Húsaleigan er 6500 kr á einingu, með einingu er átt við rými fyrir einn listamann (10 til 15 fm). Stóra Réttin er fjórar einingar, Litla Réttin er tvær einingar og Klefinn (ljósmynda aðstaðan) er 3 þrjár einingar, (ath að húsaleigan fylgir vísitölu neysluverðs). Innifalið í leigunni er rafmagn og hiti, nema ef um orkufrek rafmagnstæki er að ræða, þá þarf að greiða aukalega.
Húsaleiguna skal greiða fyrirfram og í byrjun hvers mánaðar. Vinnustofurnar eru leigðar minnst í mánuð og mest til 2ja ára í senn. Núverandi leigjendur geta sótt um framlengingu á leigusamningi. Það er skilyrði fyrir endurnýjun á leigusamningi að umsækjandi hafi alltaf staðið í skilum með húsaleigu, greitt á réttum tíma. Einnig er það skilyrði fyrir endurnýjun á leigusamningi að umsækjandi hafi nýtt húsnæðið sem vinnustofur. Það er með öllu óheimilt að nota vinnustofur MMF sem geymslur.

Fellur liststarf umsækjanda/umsækjenda að þeim markmiðum sem koma fram í samningi SSA og Fljótsdalshéraðs um menningarmál og viðauka? (15%)
Fellur liststarf umsækjanda/umsækjenda að þeim markmiðum sem koma fram í menningarstefnu Fljótsdalshéraðs og samþykktum um MMF? (15%)
Hefur umsækjandi/umsækjendur sett sér markmið með veru sinni í vinnustofu? (10%)
Er liststarf umsækjanda/umsækjenda nýnæmi í menningarumhverfi svæðisins? (10%)
Er liststarf umsækjanda/umsækjenda frábrugðið öðrum umsækjendum/leigjendum í húsinu? (15%)
Er umsækjandi/umsækjendur með háskólapróf í listum eða hefur/hafa sambærilega reynslu (t.d námskeið eða starfsreynslu) ? (10%)
Er umsækjandi/umsækjendur tilbúinn að vinna fyrir opnum dyrum og/eða eiga samtal við samfélagið á svæðinu? (15%)
Er umsækjandinn/umsækjendur að sækja um vinnustofu í fyrsta sinn? (5%)
Má ætla að ruðningsáhrif verði af verkefninu? (5%)

Vinnureglur vegna útleigu á listamannaíbúð og vinnuaðstöðu.

Fellur verkefnið að þeim markmiðum sem koma fram í samningi SSA og Fljótsdalshéraðs um menningarmál og viðauka? (15%)
Fellur verkefnið að þeim markmiðum sem koma fram í menningarstefnu Fljótsdalshéraðs og samþykktum um MMF? (15%)
Er verkefnið nýnæmi í menningarumhverfi Fljótsdalshéraðs? (10%)
Er líklegt að samstarfið auki hróður MMF? (5%)
Hefur verkefnið rannsóknargildi? (10%)
Er umsækjandi/umsækjendur með háskólapróf í listum eða hefur/hafa sambærilega reynslu ( t.d námskeið eða starfsreynslu) ? (10%)
Er umsækjandi tilbúinn að vinna fyrir opnum dyrum og/eða eiga samtal við samfélagið á svæðinu? (15%)
Má ætla að ruðningsáhrif verði af verkefninu? (10%)
Eru áætlanir umsækjanda um verkefnið raunhæfar? (5%)
Er verkefnið fjármagnað? (5%)

Vinnureglur vegna vals á samstarfsaðilum/verkefnum MMF.

Fellur verkefnið að þeim markmiðum sem koma fram í samningi SSA og Fljótsdalshéraðs um menningarmál og viðauka? (25%)
Fellur verkefnið að þeim markmiðum sem koma fram í menningarstefnu Fljótsdalshéraðs og samþykktum um MMF? (25%)
Er verkefnið nýnæmi í menningarumhverfi Fljótsdalshéraðs? (20%)
Er líklegt að samstarfi auki hróður MMF? (10%)
Er verkefnið sjálfbært að öðru leiti en að vanta húsnæði og tíma? (20%)

 

 

Forstöðumaður MMF

Samþykkt á fundi Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, 16. september, 2015.
Byggt á vinnureglum Tjarnarbíós og Sambands Íslenskra Myndlistamanna.