Skip to main content

Dansnámskeið 11-14 ára

þann 21.febrúar hefst dansnámskeið í Sláturhúsinu fyrir aldurshópinn 11-14 ára. Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum kl 16-17 og stendur námskeiðið yfir frá 21.feb til 21.mars. Leiðbeinandi er Bryndís Bryndís Björt Hilmarsdóttir, en hún hefur áralanga reynslu sem bæði dans og fimleikakennari. Skráningu á námskeiðið er hægt að senda á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Hits: 727

Fyrstu jazztónleikar ársins

Það er langt síðan að Björt Sigfinnsdóttir og Jón Hilmar spiluðu saman fyrst en það var ekki fyrr en síðasta sumar sem samstarf þeirra hófst fyrir alvöru. Tónleikar þeirra eru sambland af tónlist og sögum sem þau hafa spilað fyrir farþega skemmtiferðaskipa undanfarin sumur ásamt tónlist sem hefur fylgt þeim í gegnum árin.  Skemmtilegir og fallegir tónleikar í senn.
Björt Sigfinnsdóttir er tónlistarkona og lagahöfundur en hún hefur í gegnum árin spilað tónlist sína víða um heim. Hún gaf út sína fyrstu plötu 2016 Poems of the past undir nafninu FURA en lög af þeirri plötu hafa hljómað í kvikmyndum og auglýsingum til dæmis.  Björt hefur einnig látið til sín taka á menningarsviðinu en hún er ein af stofnednum LUNGA og var var hún tilnefnd sem framúrskarandi ungur einstaklingur á sviði menningar árið 2021.
Jón Hilmar Kárason er gítarleikari og netgítarkennari.  Í gegnum árin hefur hann staðið að fjölda viðburða og verið virkur í tónlistarlífinu. Hann þarf að bregða sér í alls konar stíla við spilamennskuna en á þessum tónleikum verður kassagítarinn honum til halds og trausts.
 
EN//
 

 Björt Sigfinnsdóttir and Jón Hilmar first played together long time ago, but it wasn't until last summer that their collaboration really began. Their concert is a combination of music and stories that they have played for cruise ship passengers in recent summers along with music that has been with them over the years. Fun and beautiful concerts at the same time.

Björt Sigfinnsdóttir is a musician and songwriter, and  over the years she has performed her music around the world. She released her first album in 2016 Poems of the past under the name FURA, but songs from that album have sounded in films and commercials for example. Björt has also made an impact in the field of culture, but she is one of the founders of LUNGA and was nominated as an outstanding young person in the field of culture in 2021.

Jón Hilmar Kárason is a guitarist and online guitar teacher. Over the years, he has organized a number of events and been active in the music scene. He plays all kind of genres, but at this concert the acoustic guitar will be his refuge and trust.

 

Tónleikarnir eru hluti af Far out / Langt út tónleikaröðinni í Sláturhúsinu og styrktir af Uppbyggingasjóð Austurlands, Menningar og Viðskiptaráðuneytinu og Múlaþingi

FarOutJazz

  • Hits: 622

Æfingar hafnar á barnaleikritinu Hollvættir á heiði

Í byrjun september hófust æfingar á nýju íslensku barnaleikriti Hollvættur á heiði eftir Þór Túliníus sem frumsýnt verður í Sláturhúsinu þann 4.nóvember.

Það er valinkunnur hópur listafólks sem stendur að sýningunni; Ágústa Skúladóttir leikstýrir, Þórunn María Jónsdóttir er leikmynda og búningahönnuður , Aldís Davíðsdóttir gerir brúður, Ólafur Ágúst Stefánsson hannar lýsingu, tónlist semur Eyvindur Karlsson og tónlistarstjórar eru  Øystein Gjerde og Hlín Pétursdóttir Behrens

Í aðalhlutverkum eru þau Jökull Smári Jakobsson, Vigdís Halla Birgisdóttir og Kristrún Kolbrúnardóttir ásamt Tess Rivarola sem stýrir brúðunni Þokkabót.  Æfingaferlið hófst fyrir sunnan í byrjun september  og fengum við aðsetur hjá Leikfélagi Kópavogs til æfinga. Um miðjan september hófust svo æfingar hér fyrir austan og í leikhópinn bættist  við heimafólk, mörg þeirra hafa þegar stigið sín fyrstu skref á leiksviði m.a. með leikfélagi Fljótsdalshéraðs og leikfélagi ME en flestöll eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi, þetta eru þau: Øystein Gjerde, Vigdís Diljá Óskarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Hlín Pétursdóttir Behrens,  Hanna Sólveig Björnsdóttir, Árni Friðriksson, Gyða Árnadóttir, Sólgerður Vala Kristófersdóttir og Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir. Óttar Brjánn Eyþórsson smíðar leikmynd, Sigrún Einarsdóttir saumar búninga, Anna Gunnarsdóttir þæfði fyrir okkur ull í steina,  Katarzyna Strojnowska aðstoðar við leikmunagerð og Fjóla Egedía Sverrisdóttir og Heiðdís Halla Bjarnadóttir aðstoða við búningasaum. Sýningarstjóri er Erla Guðný Pálsdóttir og framleiðandi er Ragnhildur Ásvaldsdóttir fh Sláturhússins

 Uppsetningin á Hollvættum á heiði er stærsta sviðslistaverkefni sem að Sláturhúsið hefur framleitt og í fyrsta sinn sem að við höfum fengið styrk úr Sviðslistasjóði fyrir atvinnuleikhús, en Sláturhúsið fékk fjórða hæsta styrkinn í síðustu úthlutun Sviðslistasjóðs þar sem að einungis 13 verkefni voru styrkt af þeimm 111 sem að sóttu um. Það er því mikil eftirvænting í loftinu og ljóst að mikil vinna er framundan hjá okkur núna á haustmánuðum bæði við æfingar og tæknivinnu. Það er  einstaklega ánægjulegt að fá  tækifæri til að frumsýna nýtt íslenskt barnaleikrit sem að skrifað er sérstaklega fyrir Sláturhúsið og ekki síður að frumsýna í nýjum sviðslistasal hússins. Þetta er þó ekki fyrsta leiksýningin sem að sýnd er í nýja sviðslistasalnum , hér hafa m.a. Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Leikfélag ME, Þjóðleikhúsið , Íslenski Dansflokkurinn og fjölmargir sjálfstæðir leikhópar  sýnt frá opnun hússins eftir endurbætur þann 22.september á síðasta ári 

Verkefnið er unnið með styrk Sviðlistasjóðs, Sóknaráætlun Austurlands, Alcoa, SVN, Vök Baths og  Icelandair 

hollvættir

  • Hits: 1116

Styrkir úr Uppbyggingasjóði Austurlands 2023

Uppbyggingasjóður Austurlands úthlutaði styrkjum fyrir árið 2023 þann 5. desember síðastliðinn. Fjölmargir styrkir fengust í verkefni Sláturhússins, við hlökkum til að vinna þau áfram og sjá afraksturinn.

Verkefnin eru þessi:

Hollvættur á heiði – Leikhópurinn Svipir.  Í tilefni af opnun nýs sviðslistarýmis í Sláturhúsinu var ákveðið í samstarfi við leikhópinn Svipi að setja upp leiksýningu fyrir börn haustið 2023. Verkið “Hollvættur á heiði" er barnaleikrit með söngvum sem segir af syskinunum Fúsa og Petru. Þau búa í sjávarþorpi en dvelja oft í sveitinni hjá Möllu frænku sem er sauðfjárbóndi. Systkinin taka þátt í göngum og réttum að hausti og þegar kemur á daginn að uppáhalds ærin hennar Möllu, Þokkabót, hefur ekki skilað sér með lömbin sín tvö, taka systkinin til sinna ráða. Þau halda seint að kvöldi, án vitneskju Möllu, uppá heiði að leita ærinnar. Hefjast þá mikil ævintýri þar sem þau bjarga slösuðu hreindýri, kynnast kostulegri dverg-tröllkonu, takast á við Lagarfljótsorm og kynnast óvætti sem reynist hollvættur. Þór Túliníus leikstjóri og handritshöfundur skrifaði handritið og til liðs við hann fengum við valinkunnan hóp leikhússfólks. Ágústa Skúladóttir leikstýrir, Þórunn María Jónsdóttir sér um leikmynd, Karl Ágúst Úlfsson er meðhöfundur söngtexta og Aldís Gyða Davíðsdóttir sér um brúðugerð. Að auki taka þátt fjölmargir leikarar og tónlistarfólk ásamt áhugaleikhúsfólki af Austurlandi. Verkefnið fékk kr. 2.300.000 í styrk.

Vor / Wiosna er árleg lista og menningarhátíð þar sem áhersla er lögð samspil og samtal pólskra listamanna við íslenskt samfélag. Hátíðinni er ætlað að vekja upp spurningar um stöðu og sýnileika listafólksins innan hinna hefðbundnu ramma íslensku listasenunnar og á hvern hátt menningarlegur bakgrunnur okkar speglast í listinni. Markmiðið með hátíðinni er að skapa flöt fyrir skapandi listir og alþjóðlegt samtal og samspil þar sem að margvísleg pólsk lifandi list fær rými og athygli gegnum listgreinar. Í tengslum við hátíðina verða einnig pólskir listamenn í residensíum hér á austurlandi. Hátíðin nær yfir 10 daga og verða öll námskeið þáttakendum að kostnaðarlausu, leitast verður við að fá kennara og leiðbeinendur á námskeiðin sem að búa á Íslandi og geta kennt á pólsku og ensku eða íslensku. Þó áhersla verði lögð á að hafa sem flest atriði á hátíðinni á pólsku og ná þannig til þess stóra hóps pólverja sem að býr hér og starfar þá er hún einnig ætluð öllum sem áhuga hafa á pólskri menningu og listunnendum öllum enda teljum við mikilvægt að innflytjendur og börn þeirra styrki bæði tengsl sín á milli og út í samfélagið. Verkefnið fékk kr. 1.000.000 í styrk.

Sumarsýning Sláturhússins. Sumarsýning 2023 ber vinnuheitið Fyrirbæri. Sýningin er samsýning fjölmargra listamanna sem reka sameiginlegar vinnustofur og gallerí undir nafninu Fyrirbæri. Sýnd verða ný verk sem unnin eru á staðnum inn í rými Sláturhússins og í landslaginu í kring. Það hefur myndast sú hefð að Sumarsýning Sláturhússins er eitt stærsta myndlistarverkefni okkar og sumarið 2023 ætlum við að brjóta aðeins upp hið hefðbundna sýningarform þannig að framkvæmdin, þáttakan og afraksturinn mynda eina samstæða heild. Árangurinn af vinnu og rannsóknum listafólksins í residensíunni verður því megin-inntak sýningarinnar. Listafólkið sem að tekur þátt er á fjölbreyttum aldri, sum eru að stíga sín fyrstu skref á listamannaferlinum á meðan að önnur hafa áralanga reynslu að baki. Þau eru: Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Eva Ísleifs, Hrund Atladóttir, Lea Amiel, Sólbjort Vera Ómarsdótti, Anna Hallin, Olga Bergmann, Berglind Ágústsdóttir Anton Lyngdal, Brynjar Helgasson, Kristján Thorlacius, Sean O´Brian og Sölvi Steinn Þórhallsson. Verkefnið fékk kr. 1.000.000 í styrk.

Langt út / Far out Jazztónleikaröð.  Edgar Rugajs, gítarleikari og kennari við Tónlistarskólann á Egilsstöðum býður til sín gestum í Sláturhúsið einu sinni í mánuði í eitt ár. Undirstaðan er jazztónlist en útsetning og nálgun verður síbreytileg eftir því hver kemur í heimsókn. Kúl jazz, rólegur jazz og frjáls jazz og allt í bland. Verkefnið fékk kr. 600.000 í styrk.

Landvörður - Ljósmyndasýning. Verkið Landvörður eftir Jessica Auer verður sett upp í janúar 2023 í Sláturhúsinu. Jessicahefur verið búsett bæði á Íslandi og í Kanada um árabil. Hún er á heimavelli á Íslandi en á einnig auðvelt með að setja sig í spor ferðamannsins sem kemur til Íslands í leit að nýrri upplifun. Jessica hefur frá árinu 2016 ferðast víða um land til að festa slóð ferðamannsins á filmu. Um leið hefur hún myndað þau sem standa vörð um landið, landverði í náttúru Íslands. Á sýningunni verður ljósmyndaröð hennar Landverðir í öndvegi en einnig verða ný ljósmyndaverk ásamt videóverkum. Verkefnið fékk kr. 300.000 í styrk. 

  • Hits: 1274

BRAS 2022

Sláturhúsið tók að venju þátt í BRAS, Barnamenningarhátíð Austurlands á þessu ári. Síðustu viðburðir þessa árs voru í síðastliðinni viku. Þeir Gunni og Felix mættu til okkar með viðburðinn sinn “Ein stór fjölskylda” og sýndu hann fyrir 5-10 bekk í Egilsstaðaskóla. Þar fór Gunni yfir það hvernig á að skrifa geggjaða sögu og Felix talaði um mismunandi fjölskyldur og fjölbreytt fjölskylduform. Eftir fyrirlestrana svöruðu þeir spurningum og pælingum krakkanna og að því loknu tóku þeir nokkur lög við virkilega góðar undirtektir. Viðburðurinn er á vegum List fyrir alla (www.listfyriralla.is) og fóru þeir inn í grunnskóla á Austurlandi. Þessi eina sýning var þó haldin hér í Sláturhúsinu. 

Á föstudaginn kom Íslenski Dansflokkurinn með barnasýninguna Dagdraumar. Hún var í boði fyrir elstu börn í leikskólum sveitarfélagsins og 1. bekk í grunnskólunum. Verkið býður börnum að ganga inn í heim töfra og ævintýra á sviðinu en það fjallar um unga stúlku sem leggur land undir fót og ferðast um undur veraldar, um skóg og yfir sjó, finnur dýr og ævintýr. Eftir sýninguna fengu börnin öll fallega leikskrá með þrautum og myndum með tengingum í sýninguna og 1. bekkur fór í stutta danssmiðju. 

 

Gunni og Felix
20221011 143026
20221014 100806
20221014 101227
20221014 110949

  • Hits: 1144