Skip to main content

Silva og Steingrímur - Tónleikar 14.nóvember kl 20:00

Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague byrjuðu árið 2018 að æfa og flytja jazz saman, og árið 2022 gáfu þau út standardaplötuna More Than You Know. Stemmningin á plötunni er naumhyggjuleg, mjúk og myrk, og hljóðfæraskipan fábreytt með eindæmum: fyrir utan eitt bassaklarinettsóló í bláenda plötunnar koma öll hljóð úr píanói og rafpíanói, og svo úr börkum þeirra Silvu og Steina. Platan hlaut óvænt mikinn meðbyr á streymisveitum, en þegar þetta er ritað hefur verið hlustað á lög hennar rúmlega 7 milljón sinnum á Spotify. More Than You Know hreppti auk þess þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022, þar ársins, og platan fyrir upptökustjórn ársins. Silva & Steini hafa síðan klárað heilar tvær plötur síðan, og önnur þeirra, jólaplatan Christmas With Silva & Steini, kemur út stafrænt í vetur. — Silva Þórðardóttir lærði jazzsöng í Tónlistarskóla FÍH og hefur komið fram með mörgum helstu jazzleikurum landsins. Hún gaf út sólóplötuna Skylark árið 2019, og kynnti hana á Jazzhátíð Reykjavíkur sama ár. Steingrímur Teague útskrifaðist úr jazzpíanódeild Tónlistarskóla FÍH, og hefur spilað og sungið með fjöldanum öllum af tónlistarfólki, óháð straumum og stefnum. Þar ber helst að nefna Moses Hightower, en þar er hann annar forsöngvara bandsins og textasmiða auk þess að leika á hljómborð, og Of Monsters and Men, en hann hefur verið tónleika- og upptökupíanisti þar á bæ síðan 2012.

EN//

Silva & Steini had been playing jazz together for years, sometimes at home over coffee, and sometimes at assorted bars around Reykjavík, when they finally got around to making an album. The result was More Than You Know (2022), a darkly mellow and sparse take on the American songbook, featuring nothing but the voices of the two singers, muted upright and electric piano, and a bit of bass clarinet. The result seemed go over well — when this is written, the album’s tracks have been streamed more than 7 million times on Spotify, and the album received three nominations for the Icelandic Prize, for production of the year and jazz vocalist of the year for Silva and Steini respectively. They have since recorded two album’s worth of new material and are to try some of it out in front of an audience. Their next album, Christmas with Silfa & Steini, will be released in November.

 

ljósmynd: Anna Maggý

FarOutJazz, djass, jazz

  • Hits: 71

Einn í náttúrunni / Man in the wild

IS/EN

 Tónleikar / kvikmynd / fyrirlestur

Jaco Benckhuijsen er kajakræðari og tónlistarmaður frá Hollandi. Hann hefur farið í nokkrar sólóferðir á kajak meðfram ströndum Íslands, Grænlands, Papúa, Cape Cod, Máritaníu og Alaska. Fimmtudaginn 7.nóvember kemur hann hingað til okkar í Sláturhúsið og sýnir kvikmynd frá ferðum sínum um strendur Íslands ásamt því sem að hann flytur eigið tónverk undir ásamt slagverksleikaranum Joost Lijbaart. Klukkustundarlangir tónleikar sem færa okku,r gegnum  kvikmynd og lifandi tónlist, fegurð og undur hafsins, séð frá pínulitlum kajak. Myndefnið er frá Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Suðurströndinni. Fyrir tónleikana mun Jaco halda fyrirlestur (á ensku), með myndefni, frá ferðum sínum um heiminn. Alda píanóhljóða, bylgjur og rafrænn hljóðheimum blandast myndum af svörtum hraunströndum, himni sem speglast af yfirborði hafsins og stormum sem breyta ásýnd hafsins  í fjöll á hreyfingu. 

Film with live music -and lecture

Jaco Benckhuijsen is a solo sea kayaker and musician from The Netherlands. He has completed several solo kayak travels along the coasts of Iceland, Greenland, Papua, Cape Horn, Mauritania and Alaska. From his travels,around Iceland,Jaco made a film and composed music to it. Together with percussionist Joost Lijbaart (also from The Netherlands), he now brings the film, with live music, to Iceland. In a one-hour concert with piano, electronics and percussion, the film images and live music bring you the beauty and wonders of the wild seas, as seen from a tiny kayak. Images come from the Westfjords, Snaefellsnes, and the South Coast.Before the concert, Jaco will give an introduction lecture (in English), with over 200 pictures, on his travels around the world, the people he met, and the practical side of his adventures.Swells of piano sounds, wavy grooves and electronic soundscapes are improvised to images of black lava beaches, skies reflected by the ocean’s surface and storms that turn the sea into moving mountains.Come and enjoy this multi-media arts event!

  • Hits: 84

Tónaflakk Tónlistarmiðstöðvar

Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við Austurbrú, stendur fyrir fræðsluviðburði á Egilsstöðum til að kynna starfsemi sína, og þá þjónustu og stuðning sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar. Að auki verður kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi og nýjum og efldum Tónlistarsjóði sem Tónlistarmiðstöð annast fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. 
Dagskrá:
Tónlistarmiðstöð: Meðal hlutverka hennar er að efla og kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi, tengja íslenskt tónlistarfólk við erlenda markaði og veita ráðgjöf og stuðning til tónlistarfólks og annarra sem starfa í íslenskum tónlistargeira. Upplýsingar á 
www.icelandmusic.is
Tónlistarsjóður: Sjóðurinn veitir styrki til íslensks tónlistarfólks og verkefna með það að markmiði að styðja við þróun tónlistargeirans, efla útgáfu, tónlistarflutning og kynningu á íslenskri tónlist bæði heima og erlendis. Upplýsingar á icelandmusic.is/tonlistarsjodur
Endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist: Tónlistarfólk getur sótt um endurgreiðslu á kostnaði vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 80% eða meira af kostnaði þarf að hafa fallið til á Íslandi og hægt er að sækja um endurgreiðslu á 25% af kostnaði. Upplýsingar á https://www.record.iceland.is/

Aðgangur er ókeypis
Kaffi og meðlæti

ENGLISH

Iceland Music, in collaboration with Austurbrú, is hosting an educational event in Egilsstaðir to introduce its operations, as well as the services and support available to musicians and others working in the Icelandic music industry. Additionally, there will be a presentation on reimbursements for music recording in Iceland, Record in Iceland, and the Music Fund, which Iceland Music administers on behalf of the Ministry of Culture and Business Affairs.
Program:
Iceland Music: Among its roles is promoting and supporting Icelandic music internationally, connecting Icelandic musicians with foreign markets, and providing advice and support to musicians and others working in the Icelandic music sector. Information at www.icelandmusic.is
Music Fund: The fund provides grants to Icelandic musicians and projects with the aim of supporting the development of the music industry, supporting music releases, performances, and the promotion of Icelandic music both domestically and internationally. Information at icelandmusic.is/tonlistarsjodur.
Record in Iceland: Musicians can apply for a refund, from the Ministry of Culture and Business Affairs, for costs incurred when recording music in Iceland. At least 80% of the costs must have been incurred in Iceland, and it is possible to apply for a refund of 25% of the total cost. Information at https://www.record.iceland.is/
Admission is free.
Coffee and refreshments provided
  • Hits: 106

Flýtið ykkur út og horfið á fegurðina!

Barnasýningin um Kjarval: drenginn, manninn og málarann.

í byrjun vikunnar mættu yfir 320 skólabörn af Austurlandi hingað í Sláturhúsið og horfðu á leiksýninguna Kjarval í uppfærslu Borgarleikhússins. Leiksýningin var frumsýnd á Litla Sviðinu í Borgarleikhúsinu árið 2020 og hefur gengið þar síðan. Nær allir 5.bekkingar í Reykjavík og nágrenni hafa þegar séð sýninguna en við fengum Borgarleikhúsið til samstarfs við okkur í tilefni af stærra Kjarvals verkefni sem Sláturhúsið, Minjasafn Austurlands og Skaftfell standa að. Leikmyndin var því staðfærð okkar sýningarrými og leikarar fengu örlítinn tíma til að æfa sýninguna upp hér. Aðeins tveir leikarar taka þátt í sýningunni en það eru þau Íris Tanja Flygenring og Sigurður Ingvarsson.  Stefán Hallur Stefánsson leikstýrði, leikmynd gerði Guðný Hrund Sigurðardóttir, lýsingu hannaði Pálmi Jónsson, tónlistina samdi Úlfur Eldjárn og um hljóð sá Þorbjörn Steingrímsson. Sýningarstjóri er Þórey Selma Sverrisdóttir.

Eftir leiksýninguna fengu gestirnir svo leiðsögn um sýningu Minjasafnsins um Kjarval, en sú sýning er í Sláturhúsinu og opin öllum á opnunartíma okkar

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var ekki bara einn merkasti málari sem Íslendingar hafa átt, heldur má segja að hann hafi átt stóran þátt í að kenna þjóð sinni að meta stórbrotna náttúru landsins, náttúrunnar vegna. En hver var þessi sérkennilegi maður – og hvaðan kom hann? Í leikandi léttri fjölskyldusýningu sem byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn, er leitast við að draga upp mynd af Kjarval; drengnum, manninum og málaranum. 

Listin sjálf er sömuleiðis í brennidepli leikverksins ; hvernig hún er allt í kringum okkur og hefur áhrif á lífið alla daga, við horfum á listina og ef við erum heppin þá horfir hún til baka. Jóhannes Kjarval batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn en kenndi okkur að líta umhverfið nýjum augum og sjá listina í hinu stórbrotna jafnt sem hinu hversdagslega – í hrikalegu hrauni en líka í mygluðum flatkökum.

Screenshot 2024 10 18 at 11.10.26

 

 

IMG 9277 2IMG 9287 2IMG 9296

 

 

leikhús, kjarval

  • Hits: 260

Dansnámskeið hefjast 10.júní

Dansnámskeið eru að hefjast í Sláturhúsinu, kennari er Bryndís Björt Hilmarsdóttir og hefjast námskeiðin þann 10.júni. Allar frekari fyrirspurnir og skráningu á námskeið má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

7-8 ára mánudaga og miðvikudaga kl 16-17 6 skipti kr 12,000

9-10 ára mánudaga og miðvikudaga kl 17-18 og þriðjudaga 16-17  9 skipti kr 18,000

11-14 ára mánudaga og miðvikudaga kl 18-19 og þriðjudaga 17-18 9 skipti kr 18,000

 

 

 

  • Hits: 615